Í vikunni voru hrekkjavökubekkjarpartý hjá báðum skólakrökkunum okkar.. fyrst hjá Olla og svo hjá Ásu í kvöld 😉
Ég var frekar hugmyndalaus hvað varðar veitingar, því jú það er óskað eftir veitingum á sameiginlegt hlaðborð og einhvernvegin endar það alltaf þannig að allt of mikið er á boðstólunum og flestir fara með helling heim aftur. Var ekki að nenna köku, né fyrirhöfninni við e-ð skraut því krakkarnir eru ekki alveg á því að mæta bara með venjulega skúffuköku með súkkulaðikremi 😛
Eftir smá google/pinterest hugmyndaleit þá datt ég niður á blóðugt popp hjá einni USA mömmunni sem ég átti í litlum vandræðum með að snúa yfir á íslensku og sló í gegn hjá krökkunum mínum – og tjah einhverjum í partýunum því ekki kom það heim nema að hluta 😉
Setti uppskriftina inn á uppskriftabloggið okkar 🙂