Við tókum smá forskot á sæluna og skelltum okkur í sumarbústað í Húsafelli um helgina … smá forskot á vetrarfríið þar sem við náum takmarkað að vera í fríi um næstu helgi (alveg að tala saman sko atvinnulífið og menntakerfið 😉 – annað rant ætla ekki út í það hér ;))
Komum frekar seint á föstudagskvöldið í bústaðinn sem sem betur fer var hlýr og notalegur annað en gerist stundum í svona haust/vetrarleigum þar sem maður kemur í kaldann bústaðinn.
Gerðum í sjálfu sér fátt annað en að koma okkur fyrir og svo fóru krakkarnir að sofa.
Ég skreið upp í rúm fyrir miðnætti en Leifur vildi klára einhverja mynd sem var í sjónvarpinu – er rétt að festa svefn þegar Leifur kallar á mig að Sigurborg Ásta sé að gubba, *jeij* sem betur fer þá slapp rúmið!
Við vorum milli svefns og vöku framan af nóttu að fylgjast með dömunni, færðum hana fram í sófa (auðveldara að þrífa leðurlíkið heldur en rúmið!) og svaf hún þar það sem eftir var nætur og í móki megnið af laugardeginum – hún margspurði samt hvort hún mætti fara í heitapottinn! Sem hún fékk að gera með systkinum sínum á meðan við Leifur græjuðum kvöldmatinn en þá fyrst var hún farin að vera nokkuð hress og lík sjálfri sér.
Við vorum milli svefns og vöku framan af nóttu að fylgjast með dömunni, færðum hana fram í sófa (auðveldara að þrífa leðurlíkið heldur en rúmið!) og svaf hún þar það sem eftir var nætur og í móki megnið af laugardeginum – hún margspurði samt hvort hún mætti fara í heitapottinn! Sem hún fékk að gera með systkinum sínum á meðan við Leifur græjuðum kvöldmatinn en þá fyrst var hún farin að vera nokkuð hress og lík sjálfri sér.
Ása Júlía pottormur
Þetta varð því ekki alveg sú kósíferð sem við höfðum vonast eftir en við náðum að spila smá og eiga notalega stund með krökkunum – bara ekki alveg eins og skv planinu 😉
Skelltum okkur líka í klassískan göngutúr að ánni og furðuðum okkur að vanda á þeirri svakalegu fjölgun bústaða sem er í skóginum, og hve margir þeirra eru “nýtískulegir” eða með öðrum orðum ekki vitund sumarbústaðarlegir heldur bara eins og hver önnur nýbygging í bænum. Við erum alltof vanaföst hjúin 😉
Kíktum líka aðeins að Hraunfossum á heimleiðinni, ætluðum að ath með að smella nokkrum myndum af krökkunum en það var full kallt fyrir alvöru myndatöku, þau voru allt annað en hress á myndunum *haha*