Við erum búin að vera annsi dugleg að nýta það sem er í frystinum hjá okkur. Reyndar erum við líka búin að vera frekar dugleg að kaupa í magni og beint frá Býli.
Eina leiðin til þess að þetta borgi sig er að undirbúa vikuna/mánuðinn með matseðlum þannig að það síðasta sem ég geri á kvöldin áður en ég fer niður er að kíkja hvað er á dagskránni fyrir morgundaginn og hvort sé þá eitthvað sem þurfi að taka úr frysti.
Til þess að þetta gangi upp þarf líka að passa að allt sé til í þann tiltekna rétt og er ég búin að koma mér upp ágætis skipulagi hvað það varðar. Er með planaða 6 af 7 dögum vikunnar og versla inn eftir því um helgar, yfirleitt á laugardögum. Er með app sem heitir “outofmilk” og er það reyndar líka vefsíða sem kemur sér vel þegar skipulagningin er í fullum gangi. Að hafa vefsíðuna opna í einum glugga, Excel frystiskjallið í öðrum og svo cooglecal í þeim þriðja 😛
Við höfum keypt part úr nauti nokkrum sinnum ásamt GunnEvu og tengdó sem nýtist annsi vel. Fengum síðast fullt af hakki, nokkrar pakkningar af gúllasi og svo nokkrar flottar steikur. Í dag náðum við svo í blokk af fallegum þorski sem kemur sér vel næstu vikur (10kg blokk dugar okkur í ca 12 máltíðir).
Svo er Ása Júlía er búin að vera dugleg að bjóða vinkonunum heim eftir skóla sem þýðir að það eru allt að 5 stelpur í “mat” hérna eftir skóla, vissara að það sé til nóg af eplum, bönunum, brauði og áleggi og þessháttar.
Þessi vika hljómar ca svona hjá okkur:
* Ofnabakaður fiskur í raspi m/ hrásalati & piknik
* Grjónagrautur í ofni (krakkarnir bíða eftir þessum)
* Kjötbollur í brúnni og spagetti
* Beikonapastaréttur
* Hamborgarar
* nautasteik m/bernes og krömdum kartöflum + ferskt salat.
Er einhver uppskrift eða kúnst að gera grjónagraut í ofni? Krakkarnir eru mikið að fá þetta bara tilbúið í MS dósum.
þetta er uppskrift af ljúfmetisvefnum, https://ljufmeti.com/2012/09/05/ofnbakadur-grjonagrautur/