Árleg haustferð vinnunar hans Leifs var núna um helgina. Í þetta sinn var haldið í Hespuhúsið þar sem Guðrún Bjarna tók á móti okkur og sýndi okkur listina að lita garn á gamla mátann. Reyndar með smá nútímatwisti þar sem hún notar jú ekki kúahland líkt og gert var í gamladaga.
Frá Hespuhúsinu færðum við okkur yfir á Hvanneyri þar sem við fengum smá fræðslu um svæðið og skoðuðum Landbúnaðarsafnið.
Næsta stopp var Víðgelmir.
Þar fengum við skemmtilega leiðsögn um hellinn frá Maríu. Búið er að byggja göngupall langleiðina inn í botninn á hellinum sem bæði verndar hellinn og þá sem eru að skoða þetta náttúruundur 😉 Stórfengleg upplifun!
Bjórkynning var næst á dagskrá hjá Steðja! ýmiskonar fræðsla um tegundir byggs og annarra bragðbætandi efna sem þeir nota í bjórana sína.
Þegar bjórþyrsti hluti hópsins hafði fengið sig fullsaddan eftir kynningu frá starfsfólki Steðja héldum við niðrá Skaga þar sem við snæddum kvöldmáltíð á Galito áður en haldið var aftur í borgina.
Takk fyrir okkur kæru Hnitarar! alltaf hægt að treysta á skemmtilegar ferðir með ykkur 🙂