Rútína, ég elska rútínu – vita nokkurnvegin hvernig vikan er hvað varðar vinnu/skóla/æfingar hjá fjölskyldunni
Persónulega finnst mér best að halda utanum fjölskylduna í gegnum google calenderið þar sem þar get ég verið með sér dagatal/lit fyrir alla. Munar heilmiklu fyrir mig að sjá allt á þennan máta og líka auðvelt fyrir Leif að senda mér þegar hann er að fara á fundi eða eitthvað utan hefðbundins vinnutíma úr outlookinu sem hann notar í vinnunni.
Til að létta mér lífið líka er ég líka með matseðil þarna inni – prenta hann reyndar út líka og hengi upp inni í eldhúsi í tvennum tilgangi… til þess að minna mig á ef þörf er á að taka úr frysti kvöldið áður og svo til þess að sleppa við hina sískemmtilegu spurningu „mamma hvað er í matinn?“ og það virkar!
Ástæðan fyrir tvöfalda kerfinu í matseðlinum er einfaldlega sú að þegar ég set þetta inn í dagatalið þá get ég sett uppskriftina eða link á hana ef þess er þörf inn í ath.semdir og hef þá símann eða tölvuna nálægt á meðan ég er að elda.
Septembermánuður hefur einkennst annsi mikið af því að borða úr frystinum þar sem hann lumar á annsi miklu af nautakjöti og grænmeti sem ég hef saxað þegar það hefur verið farið að slappast og verið minna girnilegt í salat. Úr varð því nokkrar máltíðir af lasagna og Chili con carne sem er ekki leiðinlegt að eiga!