Það er komið alveg á hreint að það er kominn vetur… Hvernig veit ég það? jú því að um leið og byrjar að vetra og veðrið fer að vera leiðinlegt þá fer gamla fólkið að hringja inn og tilkynna forföll… einfaldlega vegna þess að það treystir sér ekki út í veðrið.
Að vissu leiti þá getur maður sagt sér til um það hvort það verði mikið um afboðanir eða ekki ef það er hundleiðinlegt veður þegar ég mæti í vinnuna… ef það er hvasst eða mikil snjókoma þá veit ég eiginlega að ég verð “límd” við símann að taka við afboðunum í tíma… þetta á aðallega við gamla fólkið sem treystir sér ekki út og svo “letingjana” *hehe* ok ég er dáldið dómhörð en mig langaði bara alveg ógurlega mikið að vera undir sænginni lengur í morgun…