Þetta er búin að vera svakaleg afmælishelgi. Oliver byrjaði á því að fara í Keiluafmæli hjá einni sem er með honum í sundi á föstudaginn. Þau eru ekki mörg sem hafa verið að æfa saman undanfarin 2 ár þannig að þau eru að ná ágætlega saman.
Ása Júlía og 3 vinkonur hennar & Bekkjarsystur héldu saman upp á 9 ára afmælin sín í gær (þessar 4 skvísur hafa haldið saman bekkjarafmæli frá því í 1 bekk) og fengum við rúmlega 20skvísur á skauta í Egilshöllina. Hellings stuð hjá dömunum og skiluðum við þeim öllum kófsveittum þó svo að við foreldrarnir værum öll að frjósa úr kulda *haha*
Í dag var svo afmæli hjá Jóhönnu Lovísu dóttur Óla og Guðrúnar. Svaka stuð hjá krökkunum með nóg af kökum og kleinuhringjum!
Okkur langaði að kíkja aðeins út eftir afmælisstúss helgarinnar og fyrir valinu varð að rölta hring í kringum Rauðavatn með smá útúrdúr. Við enduðum á að labba góðan spotta upp á hæðina þar sem ævintýraheimur leyndist innanum allar lúpínurnar. Það fannst krökkunum ekki leiðinlegt.