Fjölskyldurölt á Álftanesi
Það er bara ekki hægt að sleppa því að kíkja út þegar veðrið kemur á óvart með léttleika og notalegheitum líkt og í dag.
Við skelltum okkur í bíltúr og enduðum við fjöruna rétt hjá Bessastöðum. Röltum eftir göngustíg meðfram fjörunni og að lítilli tjörn sem heitir Grund… gengum nokkurnvegin í kringum hana stóran hring og aftur til baka að bílnum meðfram fjörunni.
Við stoppuðum auðvitað á nokkrum stöðum til að taka myndir og njóta – Stelpurnar rákust á hesta og fannst þeir alveg hrikalega spennandi.
Hressandi göngutúr sem tók okkur um klst með leikstoppum og ýmsum pælingum á nokkrum stöðum eins og t.d. hvaða skrítna hús er þetta eiginlega ?
Posted by Intagrate Lite
Heildar km var rétt um 3km en afskaplega var þetta hressandi og alltaf gaman að skoða heimin með þrennunni minni sem eru alveg dásamleg <3