ég var að útbúa “uppgjörsblöð” fram í tímann…
ákvað bara að drífa í því og klára desember líka… tók þá eftir því að jólin eru á HÖRMULEGRI tímasetningu í ár…
Þorlákur er á fimmtudegi,
Aðfangadagur á Föstudegi,
jóladagur á laugardegi,
Annar í jólum á sunnudegi,*frat*
gamlársdagur á föstudegi,
nýársdagur á laugardegi,
sem þýðir heil vinnuvika frá mánudegi til föstudags í janúar *fraaaaaaaat*
það er til eitthvað orð yfir jól þegar þau falla svona yfir helgi (ss engvir frídagar!!) Mér þykir þetta ömurlegt! því að það þýðir að ég fæ ekki launað frí í ár *heh* hef nefnilega náð því út sko hingað til að vinna annaðhvort bara 1/2 daginn eða ef það eru bara 2 dagar vera alveg í fríi Ég er soddan prímadonna hérna stundum. Reyndar finnst mér ekkert að því að hafa bara opið frá 10 til 2 hérna þegar það er enginn þjálfari að vinna… tilhvers að hanga hérna og gera ekki baun í bala frá 8 til 4 þegar það kemur varla hræða hingað inn ?? án gríns þá kom 1 einasti maður inn um þessar dyr þarna þessa 2 daga sem opið var í fyrra… og ég var eini starfsmaðurinn á staðnum!