vá… ég var að lesa um daginn á spjallsíðunni á Barnalandi grein þar sem einhver var að tala um vörur sem til voru þegar “ég” var lítil og væri til í að fá aftur í verslanir… vá hvað mig langaði að kommenta á það en ég er ekki alveg á því að skrá mig inn á Barnaland til þess að geta kommentað á eina og eina umræðu sem ég dett inná ..
Mér þótti þetta allavegana alveg stórsniðug hugmynd frá þessum einstaklingi þarna inni og er búin að vera að spá hvort ég ætti að prufa að setja svona inn hérna væri allavegana voðalega gaman að sjá hvað kemur út úr þessu
* Breik íspinnar með plastpinnunum sem maður safnaði
* ísboltarnir
* Seltzer
* Lísukex
::bætt við::
* Óskar & Emma sparibaukarnir frá Búnaðarbankanum
og pottþétt miklu meira bara man ekki eftir því í augnablikinu
Endilega bætið við vörum