Við drifum loksins í því í dag að hjálpa mömmu og pabba að græja matjurtagarðinn. Oliver var einna duglegastur í að hjálpa af krökkunum enda er hann öflugur vinnumaður og finnst skemmtilegast að hafa nóg að gera, án gríns hann er vinnuþjarkur þegar það kemur að framkvæmdur þrátt fyrir ungan aldur.
Að vanda fundust þónokkrir maðkar í garðinum og óhætt að segja að þessir hafi verið annsi vel haldnir. Bústnir og fínir. Í ár fékkst Sigurborg m.a. til þess að halda á þeim! Til að byrja með vildi hún helst henda þeim í burtu en eftir smá tiltal fékkst hún til þess að setja þá bara aftur í moldina svo þeir gætu nú hjálpað til við ræktunina.
Ástrós vinkona Ásu Júlíu kom með okkur og voru þær vinkonurnar mest megnis bara að bralla eitthvað í garðinum 😉 skoða sig um og skruppu svo í göngutúr út á leikvöll.
Ég stóðst það ekki í lok dags að smella nokkrum myndum af því sem koma skal í berjamálum í garðinum… þetta verður áhugavert!