að litlu frændsystkini mín eigi bara að vera lítil… ég er einmitt að átta mig á því að litlu frænkur mínar voru að byrja í menntó, “litli” frændi minn er að blogga um djamm og djúserí á ARA í ÖGRI (HEY það er svona það kaffihús/skemmtistaður sem ég fer á )
ég get haldið lengi svona áfram… en þetta sýnir manni einmitt það að tíminn er stundum á fast forward og maður rankar allt í einu við sér að öll litlu frændsystkinin eru orðin stór og bráðum kemur að því að litlu börnin fara að gifta sig og/eða fjölga heiminum. Mér fannst það t.d. ekkert skrítið þegar ég frétti af því að Fannar frændi væri að verða pabbi enda er hann eldri en ég … sama á við Helgu Björk og Brögu þegar þær gengu með sín börn… allt eldri frændsystkini mín þannig að það var ekkert skrítið (nema kannski fyrir afa & ömmu, foreldra og systkini þeirra *hehe*). Svo er bara ýtt á pásu hjá mér í nokkrar mín og ég fæ þessa öldu beint í hausinn *heh* enda er ég ekkert gömul þótt ég sé orðin 25… ég átta mig eiginlega ekki á því hvorteð er Kannski fæ ég þessu skvett enn frekar framaní mig þegar Guðbjörg frænka & Vignir fjölga mannkyninu enda er Guðbjörg bara nokkrum mánuðum eldri en ég.
Við höfum nú verið fáránlega samtaka í ýmsu í gegnum árin… t.d. vorum við báðar lagðar inn á barnaspítalann og tekinn úr okkur botnlanginn á sama árinu.. gott ef það var ekki bara sama sumarið… man það ekki alveg. En ef þau ætla að fara að stækka fjölskylduna á næstunni þá held ég að það verði ekki eitt af því sem við verðum samtaka með… rétt eins og þegar þau Giftu sig þá lét ég mér það nægja að vera í veislunni *heheh*
jæja ég ætla að halda áfram að velta mér upp úr þessu fast forward dæmi einhverstaðar annarstaðar