Við skelltum okkur í smá göngutúr í Elliðárdalnum í dag… Alltaf jafn dásamlegt að rölta með krökkunum um dalinn enda margir spennandi staðir að kíkja á þar.
Tala nú ekki um þegar göngutúrinn leiðir mann að og meðfram ánni því þá er hægt að henda endalaust af steinum í ánna eða prikum (bátum) sem hægt er svo að fylgja eftir, hvort sem það er bara meðfram bakkanum eða sitt hvoru megin við brú.
Oliver og Ása Júlía fundu líka tré sem þau ákváðu að taka kapp hvort kæmist hærra… á endanum voru klifurkettirnir vinsamlegast beðin um að fikra sig niður, mér leist ekkert á blikuna! Sigurborg Ásta þorði að fara upp rúmlega hæð sína sem er alveg frábært enda hefur hún alltaf verið varkárari en systkini sín 🙂 Hún er stöðugt að verða frakkari.