Eftir allt þetta súkkulaði og önnur sætindi var ekki annað hægt en að drösla mannskapnum út í smá hreyfingu.
Vífilstaðavatn verður oft fyrir valinu hjá okkur í þessum pælingum ef við viljum fara útfyrir hverfið. Margt að skoða og sjá (og ekki skemmir möguleikinn á að kasta steinum í vatn heldur).
Oliver er búinn að vera að læra sitthvað um náttúruna í vetur og fannst honum mjög spennandi að kíkja eftir hagamúsaholum í móanum í kringum vatnið. Enda fann hann þónokkrar þarna hjá 🙂
Sigurborgu fannst mjög spennandi þessi leit hans Olivers en ekki alveg eins auðvelt að fóta sig í móanum og var endalaust að detta, þó mest megnis beint á rassinn og sat á tímabili bara sem fastast í móanum 😉