Við hittumst öll hjá tengdó í hádeginu líkt og undanfarin ár í brönsh. Þetta var víst heldur snemma dags að mati “preeteen” fjölskyldunnar en allir mættu í brönsh nema flugumferðarstjórinn enda þurfti einhver að sinna þessum flugvélum, en hún mætti þegar vaktinni lauk. Krakkarnir leituðu í góðan tíma að eggjunum sínum, ótrúlegt hvað Ingu tekst alltaf að finna nýja staði til þess að fela þau á. Reyndar breytti hún til í ár og keypti lítil egg til þess að fela og skipta út fyrir þau hefðbundnu 😉 smart move! enda fleiri felustaðir í boði þannig!
Þar sem barnabörnin voru öll á svæðinu var skellt í myndatöku! allur hópurinn samankominn sem gerist ekki nógu oft.. en oftar þegar Danirnir okkar flytja heim sem fer að styttast í.
Þau eru orðin 8 þannig að þetta fer að verða annsi þröngt, sérstaklega þegar þau stækka svona hratt líka 😉
Í lok veisluhaldanna fórum við heim með 3 stelpur í stað 2 og engan strák! Oliver fékk að fara heim með Hrafni Inga í Norðlingaholtið og Ingibjörg fékk að koma heim með okkur og gista 🙂
Hellings stuð!
Gleðilega páska 🙂