Okkur var boðið í skírnina hans litla frænda í dag(Sigurborgar og Tobbason). Jón Ómar sem gifti okkur Leif fyrir rúmum 5 árum síðan sá um athöfnina í Dómkirkjunni.
Ingibjörg sá um að tilkynna nafnið hátt og skírt “Jón” í höfuðuið á föðurafa sínum. í framhaldinu tók daman sig til og söng svo fallega til bróður síns við undirleik Gunnars.
Krakkarnir stóðu sig öll vel og voru ótrúlega þolinmóð í athöfninni en skoðuðu kirkjuna hátt og lágt bæði fyrir og eftir athöfn.
í beinu framhaldi af athöfninni var svakaveisla í Álfheimunum 🙂 skipt upp í 2 holl þar sem fjölskyldan kom fyrst og vinirnir í framhaldinu 🙂