ég er ekki frá því að ég hafi saknað þess í nótt að sofa ekki í tjaldi eftir 2 nætur í tjaldi. Það er eitthvað við það að sofa í litlu tjaldi og heyra rigninguna hamast á tjaldhimninum og rollur jarma í fjaska (eða þær voru ekkert í fjaska heldur oní tjaldstæðinu okkar), mmm bara kósí.
Við fórum semsagt á flakk 4 hressir einstaklingar á föstudaginn, ég hafði takk fyrir heilar 30 mín frá því að ég losnaði úr vinnunni þar til strákarnir komu til þess að sturta mig og klára að gera mig reddý! hömm en þar sem ég er engin gífurleg pjattrófa þá reddaðist það… bjó að vísu til massíva móðu inn í bílnum þar sem ég var með blautt hár en hvað um það *haha*
Við brunuðum beint út úr bænum og stoppuðum ekkert fyrr en í Vík í Mýrdal og fengum okkur sjabbí kvöldverð. Ákváðum að halda ekkert lengra áfram en til Hafnar… fékk þá flugu í höfuðið að möguleiki væri á að Lára frænka væri í sveitinni og bjalla í hana.. viti menn hún var í sveitinni þannig að við fengum að tjalda í túninu hjá þeim. Okkur var stranglega bannað að yfirgefa svæðið ánþess að þiggja morgunverð… liggur við að Lára frænka hafi verið með hlaðborð… var með bara úrvalið af mat í morgunverð.
Rúlluðum svo af stað og héldum áleiðis upp á Kárahnjúka… stoppuðum reyndar á nokkrum stöðum á leiðinni, m.a. Djúpavogi… strákunum fannst löggustöðin þar einkar flott (eða allavegana Leifi), því næst stoppuðum við við tilvonandi op Reyðarfjarðarganganna og svo brunað alla leið í Atlavík! Grísli var alltaf að vonast til þess að finna gamla rokkstjörnu í felum þarna… en því miður Grísli! Fengum okkur nokkrar vel smurðar brauðsneiðar og héldum svo upp á fjalllendið… Kárahnjúkar tóku á móti okkur í allri sinni dýrð (??) eða hvað á maður að segja við sundurgröfnum hlíðum og svo framvegis ? Þetta var rosalega gaman að sjá, þvílíkar framkvæmdir sem voru í gangi þarna… og þessar búkollur HUGE! Grísli & Leifur tóku sig til og gengu upp á fremri Kárahnjúk… ég og Sverrir vorum ekki alveg með það í sigtinu og ákváðum því að ganga þess í stað “hringinn í kring” jájá segjum það bara… gegnum samt upp á hnjúkinn bara ekki upp á topp eins og gaurarnir!
Náðum með þessu að skoða gljúfrin sem munu víst þorna upp þegar Virkjunin verður komin í gagnið… eða svo skildist mér á þessu. Þessi göngutúr var alveg svakalegur og það sem hélt okkur gangandi voru ber… já ég sagði BER! það var allt krökt af krækiberjum þarna og slatti af aðalbláberjum. Lyngin voru algerlega svört og berin voru stór og safarík *namminamm*
Við nenntum eiginlega ekki sömuleið til baka.. þ.e. yfir og til hliðar við hnjúkinn (sem er btw eina leiðin til þess að komast að gljúfrunum þarna megin) þannig að við stálumst pínuponsu lítið inn á vinnusvæðið *hóst* en ákváðum svo að príla upp á einhvern veg sem var þarna fyrir ofan og ekki “eins mikið” inni á vinnusvæðinu.. hmm vildi ekki betur en svo að Dagný klaufi missir fæturnar og fékk nett panik… en sem betur fer voru Sveppi & Leifur komnir upp á veg og Grísli fyrir neðan mig þannig að ég rúllaði ekki niður… Strákarnir hífðu mig eiginlega upp og ég er þ.a.l. að drepast úr harðsperrum í handarkrikunum *glott* Grísli passaði svo upp á að ég væri ekki sparkandi út og suður þegar ég var að reyna að ná fótfestu aftur… djöfulli var þetta óþægileg tilfinning… fannst ég hanga í lausu lofti utan í fjallinu *bjakk* en hey… eru ævintýri ekki bara partur af svona ferðum *Heheh*
Við vorum MIKLU lengur í þessum göngutúr en við höfðum áætlað… þannig að næsta plan var að bruna niður í Fljótsdal og leita að einhverju eyðibýli sem Grísli vissi af… hmm við gáfumst upp eftir dágóða keyrslu þar inn og ákváðum bara að tjalda rétt fyrir utan veginn þar sem þetta var hvorteð er sveitavegur. Það var komið svo mikið myrkur þegar við fundum þetta svæði að við þurftum að láta bílinn lýsa upp svæðið fyrir okkur… akkúrat þegar við vorum búin að koma upp tjöldunum og vorum farin að huga að því að grilla pylsurnar okkar komu 2 náungar af næsta bæ og gáfu sig á tal við okkur… skv þeim þá voru þessi ljós alveg einstaklega truflandi fyrir þá og báðu okkur um að slökkva á þeim, bara fyndið… reyndar angaði þessi líka þvílíka áfengislykt af þeim… er annars ekki áfengi oft fylgihlutur gangna og rétta ? hmm þeir sögðu okkur allavegana frá því að þeir hefðu verið í Göngum þann daginn og við mættum alveg búast við því að rollur myndu ryðjast inn á þetta fína tjaldstæði okkar.. sem var reyndar raunin þar sem við vöknuðum öll eld snemma um morguninn við jarm… ég hélt reyndar á tímabili að strákarnir væru að stríða okkur því að þetta var eitthvað svo asnalegt jarm… meira svona *beeeeeeeeeeeee* í stað *meeeeeeeee* heheh eða eitthvað þannig ;o)
Við drifum okkur af stað um leið og tjöldin voru komin í sína poka og ætluðum að keyra aftur upp á Kárahnjúkasvæðið en hey þarna er afleggjari að Eyjabökkum og við þangað… rosalega fallegt landssvæði og eins og á Kárahnjúkum allt krökkt af krækiberjum… reyndar vorum við búin að setja okkur í berjastraff eftir labbitúrinn en hey þetta er bara aðeins of gott ;o) Við rúlluðum svo aftur að Kárahnjúkavirkjuninni og tókum nokkrar túristamyndir, bara gaman að því.
Ákváðum að fara Norðurleiðina í bæjinn þannig að við keyrðum niður Jökuldalinn og skoðuðum okkur eilítið um þar… nutum okkar þar í picknick á fína picknickteppinu og borðuðum picknick *haha* smá einkahúmor… Keyrðum áleiðis að Mývatni með stoppi í Reykjahlíð.. í raun héðan af var bara brunað í bæjinn… með bensínstoppi á Akureyri og orkustoppi í Staðarskála.
við vorum komin í bæjinn rétt um 11 leitið í gærkveldi og þá hófst “skilunin” ég var því ekki komin heim fyrr en um 12… en mikið svakalega var þessi sturta GÓÐ!
Takk fyrir frábæra ferð strákar, hlakka til að sjá ykkar myndir (já það voru 4x digital myndavélar í ferðinni *hóst*)
Ferðafélagar voru:
Dagný Ásta, Leifur, Gísli & Sverrir
Stoppustaðir voru:
Vík, Höfn, Atlavík, Kárahnjúkar, Fljótsdalur, Eyjabakkar, Kárahnjúkar, Jökuldalur, Reykjahlíð, Akureyri & Staðarskáli.
Ferðatónarnir voru:
Johnny Cash, Bob Dylan, Kris Kristofferson, Willy Nelson, The Who, Trúbrot & Niel Young.
(dáldið spes að hlusta á “on the road again…” lengst upp á hálendinu)