merkilegt nokk… á einhver eftir að nenna að lesa í gegnum þessa færslu þarna annar en Leifur…
Aníhú… ég hef bara einusinni verið jafn skemmd í vinnunni eins og ég var í gær.. vá hvað ég var handónýt..
Í þetta sinn var algerlega hægt að kenna um þreytu… merkilegt hvað maður verður líkamlega þreyttur á því að ferðast.
Einhverstaðar heyrði ég reyndar að átakið við flugtak og lendingu væri á við 2klst erfiðisvinnu þ.e. hvort um sig.. þannig að ef maður er að skreppa til DK þá þýðir það bara 4klst af erfiðis vinnu fyrir líkamann… sel það nú ekki dýrara en ég keypti það en ég væri ekki hissa þótt að hluti af þessu væri satt. Meina það var nú einusinni læknir sem taldi mér trú um þetta.
Aníhú eitthvað hressari í dag, var að dunda mér við að skoða myndirnar mínar í gær á meðan ég var að skrifa þessa löngu færslu þarna.. ég held að ég hafi tekið minnst af myndum í þessari ferð enda fannst mér óþarfi að það væru 4 einstaklingar að smella myndum af sama hlutnum… ég veit það fyrir víst að ég hef aðgang að myndunum hans Leifs… hver veit nema Sverrir & Grísli eigi ekki eftir að leyfa manni að sjá eitthvað af sínum myndum. Ég var samt með um 115 myndir… Leifur var með um 300 eða mig minnir að hann hafi sagt það… svo var Sverrir með 1gb kort þannig að það er nú slatti þar!
Langar allavegana að eignast eitthvað af þessum hópmyndum.. þannig að strákar ef þið lesið þetta þá endilega sendið mér eitthvað af hópmyndunum!!!
dagnyasta [hjá] fjoltengi.is