Við hittumst í Norðlingaholtinu í ár til að skera út Laufabrauðið.
Að vanda var byrjað á því að spjalla aðeins og næra sig með glæsilegu samskotshlaðborðið – það þarf ekki mikið til þess að allir fái eitthvað 😀
Þá var hafist handa að byrja að skera út og steikja, ýmis listaverk fengu að líta dagsins ljós en það gekk hinsvegar misvel að steikja þau – tengdapabbi tók hlutverk steikingameistarans að sér að vanda en í ár var honum úthýst í orðsins fyllstu merkingu og var hann úti á palli að steikja!
Notalegur tími með familíunni á aðventunni. Okkur vantaði bara Danina okkar til þess að gera daginn fullkominn. Vonandi geta þau verið með okkur að ári.