Ég er búin að vera að skoða dagatalið fyrir næstu vikur…
Það er aldeilis nóg um að vera á næstunni…
Á morgun fæ ég frí í vinnunni eftir hádegið og þá skal bruna beinustu leið til Ólafsvíkur til þess að fara við jarðaför Valla frænda. Við komum reyndar aftur í bæjinn á laugardaginn þar sem Leifur þarf að klára eitthvað verkefni fyrir skólann og betra að nýta tímann í það heldur en að hangsa fyrir vestan í leti. Væri reyndar ekkert mál að dunda sér fyrir vestan í allskonar málum ;o)
svo eru Jökull & Inga búin að bjóða í innfluttningspartý á laugardagskvöldið þannig að eflaust verður kíkt þar við.
Vikan er svo auðvitað þéttsetin vinnu *jeij* og svo er verið að reyna að finna dag svo að við Harðbrjóstagellurnar getum hafið hittingana okkar á ný *tilhlökkun*
Helgin næsta er svo frí… enn sem komið er allavegana.
þann 25 september verður hann Fannar frændi svo 30 ára og ætlar að halda upp á það með balli á Hellissandi.. reyndar leigði hann staðinn fyrripart kvölds og svo verður réttarball eftir miðnætti… hmm spurning um að mæta í réttir þá helgi.. þó svo að afi sé eiginlega hættur með rollurnar sínar.
Svo er það fyrsta helgin í okt… sú helgi sem ég hlakka alveg ógurlega mikið til :o) Ég og karlinn tókum nefnilega á leigu bústað og ætlum að flýja borgina (once again) og loka okkur af frá mönnum og já… njótaþess að vera í sveitinni… fara í heitapottinn og labbitúra um umhverfi bústaðsins *tilhlökkun*
jæja best að fara að taka til jarðarfararfötin