já ég veit enn einn pistillinn um þreytu eða what ever…
Ég fór semsagt vestur til Ólafsvíkur í einum spretti á föstudaginn… náðum að vera farin úr bænum kl 12:30 og vorum því komin vestur rétt fyrir 3 *hóst* (ferðin á ss að taka á löglegum hraða rétt rúmlega 2tíma og 30 mín). Vorum mætt niður í kirkju rétt fyrir hálf 4, athöfnin átti svo að byrja kl 4. Ég hef aldrei farið í jarðaför þar sem eru svona rosalega margir kransar og blómaskreytingar. 10 stk takk fyrir… þar af 8 stórir kransar. Athöfnin var rosalega falleg og mér þótti vænt um það að í minningarorðunum þá náði presturinn að minnast á nokkur atriði þar sem full kirkjan náði svona rétt að brosa jafnvel hlægja… það munar ótrúlega miklu. Valli var svo jarðaður að Brimisvöllum sem er smá spotta fyrir utan Ólafsvík en þar var hann í sveit sem barn. Moldunin fór fram í pínu ponsu lítilli kirkju sem er við Brimisvelli og kirkjugarðurinn er svo í kringum kirkjuna. Það síðasta sem var gert áður en kistan var borin út var að syngja lagið
“blessuð sértu sveitin mín” vá hvað ég gat ekki meira þegar það var… allir sem ákváðu að fylgja honum í kirkjugarðinn tóku undir en ég gat það bara ekki.. þetta lag átti einum of vel við… hann var komin heim í sveitina sína.
Þetta var alveg rosalega fjölmenn jarðaför, bjóst eiginlega ekki alveg við því að það myndu vera svona margir þar sem þetta var á virkum degi en raunin varð sú að það mættu um 250 manns. Hefðu eflaust verið fleiri ef athöfnin hefði verið um helgi. Veit um nokkra sem hefðu viljað koma en komust ekki vegna þess að þeir gátu ekki fengið frí í vinnunni. En það var yndislegt að sjá hve margir gátu komið, t.d. kom full rúta frá Fiskistofu (vinnustaðurinn hans Valla).
Leifur var svo yndislegur að koma með mér vestur. Ég get alveg sagt eins og er að ég öfundaði hann ekki þar sem ca 80% af minni móðurfjölsk. var mætt og það er ekkert neinn smá hópur. Öfunda hann ekki að hitta föðurættina samt *ahaha*
Partur af því að ná sér í tjéllíngu sem á stóra fjölskyldu þótt hún sé einkabarn *hahahah*
Í gær var svo innfluttningspartý hjá Jökli, Ingu & Óla(nýja húsdýrið þeirra J&I), mættum seint en skemmtum okkur vel… rifjuðum upp ferð síðustu helgar og skemmtum okkur við minningaupprifjun… Húsnæðið þeirra er orðið svakalega fínt. Búin að koma flestu fyrir og losa annsi marga kassa… vantar eignlega bara svona að Inga komi með eitthvað af sínu dóti… nái að koma svona með “Ingu tilfinningu” í íbúðina.
Ég var reyndar ekkert ógurlega spennt fyrir að fara í partýið en fegin að ég fór.. þetta var búið að vera eitthvað svo mikið stress og vesen en best að allt þetta sé búið. Ég er allavegana alveg ótrúlega ófersk og “hress” eitthvað fegin að helgin sé búin… langar samt enganvegin að mæta í vinnuna á morgun.