eins og poppkorn getur verið gott og ávanabindandi getur það líka verið helv. pirrandi fyrirbæri!
þessar hálfgerðu skeljar sem eru utanum baunirnar áður en þær eru poppaðar geta gert manni lífið leitt.. með því að leggjast alveg upp með tönnunum þannig að maður finnur ekkert fyrir þeim þegar maður strýkur yfir þær með fingri eða tungu en svo um leið og maður fær sér að borða eða e-ð þá fær maður þennan líka litla sársaukaverk beint upp með tönninni… eða þá að maður er í ár og öld að ná þessum fyrirbærum burtu úr tönnunum vegna einmitt sama vanda, maður finnur ekki fyrir þessu með fingri/tungu en maður veit af þessu þar sem þetta pirrar mann í góminn, og það ekkert smá!
spurning um að reyna að finna upp svona “hýðislaust” poppkorn?