Þegar ég kom heim úr vinnunni áðan var mér tilkynnt að ég ætti að vera heima í kvöld *huh* það er eitthvað nýtt að mér sé tilkynnt svoleiðis nokk…
Málið var aftur á móti að Ásta frænka hafði hringt í gærkveldi og sagði að Alfreð frændi væri kominn heim í frí frá Írak! Ég er ekkert smá fegin því að kappinn sé ekki staðsettur þarna niðurfrá þessa dagana.. hann hefur verið í Bagdad og fréttirnar þaðan það sem af er þessarar viku eru uhh hörmulegar! Hann fær semsagt að vera í 15 daga fríi sem hann er að nýta í að hitta fólkið sitt.
Ástæða þess að ég mátti ekki fara út í kvöld var semsagt sú að hann hafði sagt ömmu sinni (Ástu frænku) að hann hefði fengið snailmail frá mér og langaði svo að tala við mig fyrst að hann hefði ekki sent mér bréf til baka. Mér þykir það ekkert smá sætt af honum, sérstaklega með tilliti til þess að ég átti svo innilega ekki von á því að fá svar.
Alfreð hringdi svo í mig áðan.. ekkert smá gaman að heyra í honum. Ég passaði mig reyndar á því að spyrja hann sem minnst út í dvölina í Írak, mér skilst að hann vilji helst ekki tala um hana… gerir ekkert til.. á meðan það er allt í lagi með hann sjálfan þá er ég sátt Reyndar sagði hann mér að það hefði enginn fallið í hans deild (so far) sem er bara frábært miðað við það að hann er búinn að vera staðsettur í Bagdad.
Hann spurði mig eitthvað út í Spánarferðina mína og þegar ég sagði að mér hefði þótt aðeins of heitt eða um 100°f (sem er rúmlega 30°c) þá hló hann bara að mér Heyrðu þá er víst málið þarna úti í Írak að þar er hitinn um 130°f til 140°f sem ég er ekki alveg með á hreinu hve heitt er… mig minnir samt að 105°f sé 40°c þannig að það er HEITT hjá honum… eða eins og hann sagði þá er þetta eins og að vera með hárblásara á fullum blástri beint í andlitið *ewwww* ekki áhugavert hitastig!
Þá er bara næsta skref að asnast til þess að vera duglegri við að skrifa frænda.. Ég veit að það er ekkert alltof gaman að vera fastur í einhverju skíta landi í skíta vinnu og hafa enga fjölskyldu hjá sér eða möguleika á að hitta eða tala við hana nema endrum og eins.
Snilld að fá að heyra í honum og Ástu frænku, ekkert smá gott hljóðið í henni enda er hún að farast úr áhyggjum af því að strákurinn er þarna niðurfrá… enginn í familíunni sáttur við það.