fyndið hvernig rokið og rigningin ber á húsinu heima… ég nýt þess alltaf… helst vildi ég vera með einhverja góða/spennandi bók og kúra mig niður í sófa/rúm og lesa eða kúra og horfa á einhverja sæta mynd (nei myndin á ekki að vera spennumynd). Með heitt kakó eða poppkorn að maula og hlusta svo á veðrið hamast á húsinu
me like that…
Alveg þar til ég þarf að fara út! þá líkar mér þetta ekki alveg nógu vel… Ég sef aldrei betur heima á Framnesveginum heldur en þegar það er brjálað veður og það liggur við að maður finni húsið rugga og brakar í öllu húsinu.. mjá það er yndislegt að heyra brak í húsinu því þetta er meira svona eins og húsið sé að segja manni að það sé á lífi eða e-ð. Herbergið mitt er líka beint undir súð þannig að ég heyri extra mikið hvernig veðrið hamast á þakinu…
mjá ég svaf vel í nótt