Jæja er þá ekki komið að mér ? eða hvað 😉
Ég var búin að finna þessa uppskrift og ákveða að gera par handa mér löngu áður en ég fór í að prjóna vinkonuvettlingana fyrir Ásu og einhverstaðar inn á milli “the worlds simplest” vettlinganna 🙂
Þessir heita hinu einfalda nafni “Valentine mittens” á Ravelry.
Mjúkir og passa fullkomnlega 🙂
Prjónaði þá á prjóna nr 4mm og úr Trysil garni keyptu í BYKO.
Gerði reyndar líka annað par sem mér finnst einnig mjög fallegt en það garn keypti ég í Föndru í Garngöngunni sem var í byrjun september og heitir Katia Merino Tweed.
Uppskriftin heitir “Pescovegetarian mittens” og er frí á Ravelry.
Þeir eru í það stæðsta á mig en það gerir ekkert til 🙂 ég mun pottþétt prjóna annað par af þessum eða í það minnsta að nota munstrið á handabakinu.
Ravelrylinkar á verkefnin: Pescovegetarian mittens & á Valentine mittens