Ása Júlía og ég ákváðum að græja “vinkonuvettlinga” handa henni og Ástu Margréti vinkonu hennar.
Ég lagði strax afstað með gráan enda átti ég slatta til af gráum garnafgöngum frá ýmsum verkefnum. Plataði svo Ásu til þess að spurja Ástu hver uppáhalds liturinn væri og úr varð Gulur.
Hafði keypt bleiksprengt garn í BYKO um daginn þar sem mig sjálfa langaði í vettlinga með þannig munsturlit og ákvað því að nýta þá í Ásu vettlinga líka.
Ásu vettlingar eru prjónaðir úr Trysil sem keypt var í Byko en Ástu Margrétar úr Spuna sem var að hluta afgangur úr prjónagallanum hennar Sigurborgar Ástu – aldrei leiðinlegt að nýta afganga.
Grunnurinn er í raun uppáhalds uppskriftin mín sem heitir “The World Simplest Mittens” og er ókeypis uppskrift frá Tin Can Knits sem er algjör snilld, get ekki hætt að dásama þann grunn 🙂
Fléttaði svo inn munstur frá uppskrift sem ég fann á Ravelry til þess að fá hjörtun á handabökin 🙂
Vinkonunum fannst ekkert leiðinlegt að fá eins vettlinga þótt þeir væru ekki nákvæmlega eins 🙂