eða svona nokkurnvegin
Ég var búin að ákveða að þessa helgi ætlaði ég að vera voðalega dugleg að taka því tiltölulega rólega og fara snemma að sofa og nýta helgina til þess að koma endurnærð fyrir komandi vinnuviku (svona til tilbreytingar ekkert flakk á minni)
og það tókst svona að mestu…
Var reyndar mætt í vinnuna kl 10 á laugardagsmorgni.. hey yfirvinna… við það að sitja og bíða eftir þvottavélum!!! ekki slæmt… tók reyndar ýmis verkefni hérna þar sem mér var farið að leiðast alveg gífurlega mikið eftir hádegið… enginn virkur á MSN … hafði bara Evu Mjöll til að blaðra við fyrir hádegið… *piff* einn einstaklingur virkur fyrir hádegið af tæplega 50 contöctum!!! já ok það var laugardagur ég skil… (réttsvo)
Aníhú ég fór semsagt að berja klaka innanúr frystihólfinu og skipta um öll koddaver og vinna fram í tímann *jeij* enda er ég verkefnalaus í dag… allavegana enn sem komið er *hóst*
tókst að fara að sofa í kringum miðnættið *húrrafyrirmér*
Svo í gær var aðeins annað uppi á teningnum… ákvað að smella mér í Rúmfatalagerinn til þess að versla pínu… heyrðu jájá ég var mætt 12:40 og þeir opna ekki fyrr en 13 þannig að ég færði mig yfir í Hagkaup og ætlaði að skoða þar eitthvað sniðugt þar til ég kæmist inn í rúmfó! hey finn ég ekki bara 2 buxur og 1 pils á mína alveg bara sem kölluðu á mig *jeij*
Dagný fann sér loksins aðrar svona “skárri” buxur (lesist, ekki mæta í vinnu-buxur).
Næst var stefnan tekin á Laugardalsvöllinn þar sem mínir frábæru samstarfsmenn voru að keppa í Boðhlaupi (ég var skipaður Liðsstjóri á staðnum).
Duglega fólkið sem ég vinn með!!! Liðsstjórinn stakk reyndar af áður en hlaupið var búið þar sem kl var að verða aðeins of mikið fyrst ég ætlaði mér að mæta á leikinn Grindavík/Víkingur styðja aðeins við bakið á litla frænda sem btw stóð sig eins og hetja í fyrsta leik sínum í meistaraflokki!!
Hann hélt allavegana markinu hreinu eftir að ég mætti á völlinn
kvöldið fór svo bara í kúr yfir friends – við skötuhjúin búum nefnilega svo vel að því að ákveðinn fjölskyldumeðlimur er friendsfíkill og á hérumbil allar seríurnar á dvd *heh* þannig að við ætlum að taka okkur á og byrja á byrjuninni… fyrsta serían var semsagt hertekinn í gær