Við hjónakornin skelltum okkur á tónleika í gærkvöldi. Þetta var hálfgerð skyndiákvörðun (skyndi hjá okkur þýðir minna en viku fyrirvari).
Tónleikarnir voru með hljómsveitinni Ný Dönsk og voru annsi hressir og gaf okkur ágætis flashback þrátt fyrir að vera örlítið yngri en megnið af fólkinu í salnum 🙂 það breytti litlu fyrir okkur enda þekktum við flest laganna 🙂 eða auðvitað þekktum við ekki almennilega fyrstu 4 lögin enda lög af nýjustu plötunni þeirra 🙂
Við hittum þarna Palla félaga Leifs úr MS & frú þannig að við vorum nú ekki ein um að vera örlítið yngri!
Mér finnst alveg dásamlegt að fylgjast með Daníeli á sviði, hann er með stöðuga sýningu í gangi hvernig hann lifir sig inn í lögin. Get ekki sagt að Björn Jörundur hafi verið neitt síðri en bara dásamlegt að fylgjast með þeim báðum.
Erum rosalega ánægð með tónleikana í heild og hefðum aldrei viljað sleppa þeim 🙂