mamma er búin að vera alveg svakalega dugleg við að prufa að gera eitthvað nýtt úr öllum þessum berjum sem hafa verið að spretta í garðinum heima (verst að Jarðaberjakassinn sé ónýtur – Pabbi gera nýjan takk).
Um daginn var hún að mauka stykkilsber, græn epli og kanil saman í sultu.. smakkaðist mjög vel -congrats mamma- verst að húsið angaði af kanil og eplum þannig að það minnti mig einna helst á jólin mér finnst nefnilega miður september aðeins of snemmt fyrir jólin… þó svo að ég hafi verið að tala um jólasokk þarna um daginn þá var ég ekki að leita að jólaföndursnámskeiði.
Í gær var hún svo að dunda sér við nokkuð nýtt..
Sólber, Papríkur & chilipipar… kom frekar vel út, ekki of sterkt og ekki of sætt… sætleiki sólberjanna er annsi gott á móti sterkjunni í chilipiparnum
svo eru auðvitað til Rifsberjahlaup, Sólberjahlaup & Rabbabarasulta… það er ekki að spyrja að dugnanðum í henni móður minni
Mér þykir bara verst að við náðum ekki að klára að tína stykkilsberin fyrir vondaveðrið því að við vorum alltaf að bíða eftir því að þau næðu að þroskast almennilega og svo þegar það er loksins komið þá kemur hávaðarok… mig langar ekki einusinni til þess að kíkja út í runnan er annsi hrædd um að allt sé farið…