það eina sem sönglar um í kollinum á mér er klaufabárðalagið.. hversvegna? jú þannig er að Leifi tókst að slasa sig í gærkvöldi… merkilegt nokk í fyrsta sinn frá því að framkvæmdirnar hófust hérna uppi á lofti fyrir 4 árum síðan…
Sporjárn djúpt í þykkasta vöðvann i vinstri lófa… 12 sporum ríkari (nei ekki 12 spora kerfið) eftir tæplega 3 tíma skrepp á Slysó.
Krakkarnir voru á mörkum þess að vera sofnuð og þegar Leifur kallaði til mín að hann þyrfti hjálp og ég sá hvernig í málunum lá hoppaði ég yfir á K50 til þess að ath hvort þau gætu skuttlað Leifi á slysó fyrir mig.. það eina sem mér datt í hug allavegana, ekki var ég að fara að yfirgefa krakkana eða drösla þeim með niðreftir. Bjarki var svo frábær að fara með honum og ég hringdi svo í Ingu og Skúla til þess að segja þeim hvað hafði gerst og bað þau eða alla vegana annað þeirra að fara til Leifs þannig að leysa Bjarka af. Inga endaði á að fara og var með honum allan tímann.
Óhætt er að segja að Leifur hafi sloppið vel.. bara skurður en ekki í neinar mikilvægar taugar og full hreyfigeta og tilfinning í þumlinum og vísifingri – sem skiptu mestu máli.
Umbúðirnar voru þó ekki miklar en hann þarf að hlífa hendinni næstu daga og skipta reglulega um umbúðir – kemur sér vel að ég fékk súper leiðbeiningar hjá Emilíu um hvernig best væri að búa um sárið og hún skaffaði mér líka það sem best væri að nota á það.
______________
Uppfært 28.ágúst
Leifur mætti í saumatöku í morgun en Emilía hjúkrunarfræðingur fann smá graftarpoll í miðjum skurðinum, hún tók því bara saumana þar yfir og kreisti það sem hún gat. Lét okkur hafa Fucidin (sýkladrepandi áburður) og bað Leif að reyna sjálfan að þrýsta á í kvöld og annað kvöld og bera Fucidinið á á eftir. Að sjálfsögðu að fara beint aftur á Heilsugæsluna eða á Læknavaktina fái hann slátt eða verki í skurðinn upp á sýkingu að gera. Vonandi var þetta bara í efstalaginu og því ekki þörf á meiri sýklalyfjagjöf en þetta. Hann á svo að koma aftur á föstudag í tilraun 2 af saumatöku þar sem Emilía vildi ekki taka hina saumana upp á að sárið opnaðist ekki nema bara rétt yfir sýkingunni.
_________________
Uppfært 1.sept
Allt eins og það á að vera, eins og við vonuðumst eftir þá var sýkingin bara þarna efst og Leifur hefur ekkert fundið meira til í sárinu. Saumarnir allir plokkaðir úr og allt eins og best er á kosið. Þá er bara að láta þetta gróa almennilega 🙂