Við fjölskyldan skelltum okkur í bíltúr með Lindu frænku á Reykjanesið. Byrjuðum á því að keyra að Kleifarvatni og þaðan yfir á hverasvæðið í Krýsuvík. Stoppuðum við hverina or röltum þar um.
Því næst brunuðum við að Brimkatli þar sem við kíktum á litlu “laugarnar” í hávaða roki.
Enduðum svo á að rölta yfir brúnna á milli heimsálfanna áður en við brunuðum aftur til baka í borgina.
Ása og Olli voru alveg á því að taka skyldi mynd af þeim fyrir neðan brúnna þannig að það liti út fyrir að þau væru sterkust af öllum 😉