hmm ég er að prufa nýtt forrit sem ég fann sem virkar eins og gamli blogbuddy gerði…
þ.e. ég þarf ekki að vera með opna blogger síðuna heldur er þetta bara litið apparat sem ég get verið með á desktopinu hjá mér og skrifað inn án þess að sá séns geti gerst að ég sé búin að skrifa heilan helling og *ÚPPPS* ég er ekki lengur logguð inn…
Allavegana þetta er dáldið sniðugt forrit og býður upp á ýmsa möguleika.. og það besta er að það er ekki eingngu fyrir blogger kerfið heldur líka fyrir m.a. movable type, b2 og ýmis önnur kerfi… því miður sé ég ekki WP á listanum stelpur
kerfið heitir W.Bloggar og má finna hérna
það er líka ekkert mál að tengja við þetta forrit upplýsingar um hvað þú ert að hlusta/horfa á í Itune eða Media player v9