Ein lítil frænka mín fór að segja mér sögu…
mjög áhugaverð saga verð ég að segja…
Alexandra;
Vissir þú að köngulóin borðaði þig… og svoooo kom býflugan og stakk köngulónna og drap hana og bjargaði þér!
Dagný;
já en köngulóin er svo lítil að hún getur ekki borðað mig, er það nokkuð?
Alexandra;
hún getur það víst, bara mörgumsinnum…
svo stuttu seinna var hún að fylgjast eitthvað með mér vera að tala við aðra sem voru þarna í stofunni og svo heyrðist í dömunni
“æj, ertu búin að missa tönn“
Hmmmm hvernig í ósköpunum á maður að útskýra frekjuskarð fyrir 3 ára stelpukríli *hahah* reyndar er daman með eitt slíkt sjálf *hahah*
Svona kríli geta algerlega gert mann orðlausann… þvílíka bullið sem vellur upp úr þeim er alveg stórkostlegt!
ef ég hefði bara svona frjótt hugarflug í dag þá væri ég margmilljóner!