Fótboltamót
Ása Júlía keppti á Greifamótinu á Akureyri um helgina, KA stóð fyrir mótinu sem var glæsilegt og stelpurnar skemmtu sér stórvel og gekk alveg ágætlega 🙂
Við lögðum af stað Norður í seinna lagi og vorum komin í íbúðina í Skarðshlíðinni um kl 22:30. Ása hafði ætlað að gista með stelpunum í skólanum en okkur fannst við vera heldur seint á ferðinni þannig að hún gisti með okkur fyrri nóttina.
Ræs snemma morguns því þær áttu að keppa fyrsta leik kl 9:20.
Þær stóðu sig með sóma í öllum leikjum dagsins og voru í skýjunum með að fá að fara í Bíó (mamma & Olli fóru líka) og í sund þrátt fyrir að rennibrautin væri óvirk.
Seinni dagurinn var ekki síðri enda flottar stelpur hér á ferð, þó ekki hafi komið til þess að þær fengju bikar þá voru þær allar sáttar við sitt og fullt af stoltum foreldrum í kringum þær.
Allt hitt
Við nýttum tækifærið fyrir Norðan og kíktum í heimsókn til Olla frænda og Önnu Guðnýjar í nýja húsið þeirra á laugardeginum og vorum svo heppin að fá matarboð í leiðinni og krakkarnir gátu gleypt í sig barnaefni fyrir alla helgina á meðan við vorum þar þar sem ekki gafst tími í sjónvarpsgláp í íbúðinni sem við höfðum til umráða.
Jóhann Mikael bekkjarbróðir Olla fékk svo að gista hjá okkur aðfararnótt sunnudagsins og fannst Olla það alls ekki leiðinlegt.
Við kíktum líka í jólahúsið áður en við héldum af stað aftur heim þar sem krakkarnir fengu að smakka sykurhúðuð epli 😉