Gleðilega páska 🙂
Brunsh á páskadag heima hjá tengdó með tilheyrandi páskaeggjaleit barnanna er ákveðin hefð – þegar hún dettur uppfyrir einhverra hluta vegna þá setja ungarnir ákveðna pressu á okkur að fela eggin almennilega “eins og amma gerir” *Haha* en hefðin var tilstaðar í ár.
Í fyrsta sinn var Ingibjörg með okkur sem gladdi Ásu Júlíu afskaplega mikið enda heldur hún mikið upp á frænku sína <3 Frændurnir úr Norðlingaholtinu eyddu hinsvegar páskunum í Króatíu 🙂
Veisluborð að vanda þar sem Sigurborg töfraði fram fléttubrauð með lituðum eggjum sem vakti heilmikla lukku hjá krökkunum 🙂
Eftir veglegan Brunsh var öllum afkomendum (og okkur Tobba) smalað á efrihæðina svo feluleikurinn gæti hafist 😉 Oliver var fyrstur til þess að finna egg stelpnanna en Ása Júlía fann sitt egg fyrst 🙂
Þegar börnin höfðu fengið sitt og við hin spjallað hvert annað í kaf færðum við okkur yfir í Páskalambið í Birtingaholti 🙂
Ósköp ljúfur Páskadagur með næstum því öllu okkar fólki 🙂