Ég fékk hlutina mína frá Leirnámskeiðinu í gær 🙂 Þessi kerla var fljót að rata á sinn stað þar sem ég sá hana fyrir mér um leið og ég hófst handa við að móta kjólinn hennar 🙂
Krúttkallinn sem ég setti með í færslunni um námskeiðið kom líka virkilega skemmtilega út og skellti Helga á bæði hatt og skó leir úr Eyjafjallagosinu sem litar með svona svarbrúnumlit – finnst þetta koma mjög skemmtilega út og leirinn fór líka á bollana mína og líka innaní skálina.
Bæti eflaust við mynd hérna þegar ég man eftir því að smella mynd af öllu dótinu sem ég gerði.
Mæli hiklaust með að prufa svona námskeið 😀 skemmir ekki þegar SFR býður manni á þau!