Þessi krúttkall er að bíða eftir að komast í brennslu… þarf að þorna í viku með félögum sínum áður en hann kemst í fyrstu heimsókn í ofninn.
SFR er með fullt af stórskemmtilegum námskeiðum í gangi sem kallast “Gott að vita” og fór ég á eitt slíkt í kvöld til hennar Helgu í Studio os. Ekkert smá skemmtilegt kvöld og alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og læra eitthvað nýtt, ég hefði seint gert mér grein fyrir öllum mismunandi vinnsluaðferðunum sem eru í gangi með leir, þróunin er líka ótrúleg 🙂
Ég bjó til 2 svona krúttkalla sem ég bað hana Helgu um að gefa Eyjafjallahatta en það er leir sem kom með hrauninu eftir gosið í Eyjafjöllum, rosalega fallega svarbrúnt og gaman að eiga svona Íslenskan leir. Einnig gerði ég heiðarlega tilraun til þess að gera bolla á svona snúningsdisk og OMG það er bara fáránlega erfitt að halda þessu í þeirri lögun sem maður vill og það sem er erfiðast er að leirinn man allt! þó svo að maður nái að laga einhverja smá”dæld” þá gæti hún komið fram í þurrki eða brennslu seinna á ferlinu. Ég bjó líka til skál í forsteypt gipsmót og einhverskonar bjöllu, verður áhugavert hvernig hún kemur út.
Nú er bara að bíða eftir að hlutirnir mínir komi úr meðhöndlun úr ofnunum hennar Helgu 🙂