Það var bara gaman að vakna upp í morgun og sjá allan þennan fallega snjó út um allt.. óskrifaður strigi í byrjun dags sem breyttist auðvitað við leik hjá yngstu kynslóðinni og mokstur hjá þeirri eldri.
Leifur var staddur í Landssveitinni með félögum sínum þannig að ég og krakkarnir tókum slurk í að moka innkeyrsluna hjá okkur og leika í snjónum. Sigurborg greyjið komst reyndar varla áfram þar sem snjórinn náði henni rúmlega upp í mitti – það er svona þegar maður nær ekki 1m hæð 😉
Þegar Leifur var kominn heim þá tókum við okkur til og skelltum okkur í göngutúr um hverfið, bara til þess að sjá hvernig færðin væri 😉 og auðvitað leika okkur aðeins – bara smá í snjónum. Stóðst ekki mátið að fara í smá snjóstríð við Oliver enda ekta púðursnjór í boði.