Við vorum með strákana úr Norðlingaholtinu hjá okkur frá föstudagseftirmiðdegi og þar til í morgun – þannig að óhætt er að segja að í húsinu hafi verið aldeilis líf og fjör.
HI, Olli og Leifur byrjuðu á nýrri lego “bíómynd”. HI er með app í iPadinum þar sem hann raðar saman myndum sem teknar eru með örlítilli breytingu á milli og spilast svo sem video eða í rauninni sem gif – svolítið skemmtilegt 🙂
Skelltum okkur með allan hópinn í bíó á laugardaginn og sáum myndina Syngdu þar sem amk flestir skemmtu sér ágætlega. Sigurborg Ásta sofnaði reyndar rétt fyrir hlé.. átti í slatta basli með að koma sér fyrir í fanginu á mér en það hafðist á endanum og fékk hún ca 10m lúr þar.
Við dirfum okkur svo í sund í gær og “böðuðum” hópinn – ahh einfaldleikinn 😉
Okkur fannst reyndar hálf skrítið að vera spurð hvort við ættum öll þessi börn þar sem þau voru 5 undir 10 ára (aldursviðmið með að fara ein í sund er 10 ára) og ég var fljót að jánka því þar sem mig grunaði að ef ég segði nei yrði eitthvað ves- sem var rétt hjá mér! hefðum fengið synjun á sundferð ef við hefðum sagt nei! Þrátt fyrir að vera 2 fullorðin. Hinsvegar hefði ekkert verið sagt við okkur ef ég hefði farið fyrst og fengið aðgang fyrir 3 börn og svo Leifur og beðið um aðgang fyrir 3 börn – sem er pínu skondið.
Allavegana! aldeilis fjörug helgi og ég er bara ekki frá því að hér muni allir sofna snemma í kvöld 😉 stefnir amk í það!