Að taka til eftir jólin er ekki endilega það skemmtilegasta sem maður gerir en óneitanlega er það léttir þegar búið er að hreinsa til allt þetta auka dót sem maður hefur uppi við þennan rétt rúma mánuð sem hátíðin fær fyrir sig.
Áðan þegar við vorum að hamast við að “taka til eftir jólin” tókum við eftir þessu… lítið krúttlegt hreiður leyndist alveg upp við stofnin þarna í neðstu greinunum trésins sem áður naut sín sem jólatré í stofunni okkar… Leifi fannst alveg kjörið að halda í afskorninginn af trénu og skreyta upp á nýtt! Ég get ekki haldið andliti og reynt að ljúga því að neinum að þetta hafi verið samþykkt! þó vissulega hafi það verið ógurlega krúttlegt svona skreytt með páskadúlleríi 😉