Það er ekki hægt að sleppa því að skella í einn annál – já stundum er hann nokkra daga í vinnslu áður en ég birti hann hér á gamlársdag eða nýársdag eftir því hvernig gengið hefur að skrifa hann 🙂
Stundum er bara af svo mörgu skemmtilegu að taka að það má engu sleppa úr! Mér finnst þetta samt alltaf jafn skemmtilegt og gaman að skella þessu hér inn.
Hinsvegar veit ég ekkert hvort öðrum þyki gaman að lesa yfir það sem við höfum verið að bralla og er það líka bara algjört aukaatriði 😉
Janúar kom með flugeldasýningu að vanda. Við eyddum áramótunum í Álfheimunum ásamt Halldóri & Ingvari bræðrum Skúla. Tókum að okkur að sjá um desert kvöldsins og græjaði Leifur Tangagötuís og Dagný skellti í mini pavlovur með ástaraldin og ferskum jarðaberjum.
Purusteik ala Leifur hefur fest sinn sess sem fyrsta máltíð ársins hjá okkur og verður að viðurkenna að Leifur er orðinn annsi lunkinn við “purupoppun”.
Við héldum “jólalönsh” fyrir vinahópinn hans Leifs, maka og börn (sem eru orðin fleiri en þau fullorðnu).
Fótboltaæfingar, dansæfingar og sundæfingar tóku upp frítíma Olla og Ásu Júlíu og í lok mánaðarins fékk Ása Júlía að prufa að fara á Hokkí æfingu með Máneyju Þuru vinkonu sinni sem gekk svakalega vel.
Þegar heim var komið tókst Ásu í öllum spenningnum við að segja pabba sínum frá æfingunni að detta um sjálfasig á autt gólfið og fékk annan skurð á hökuna, rétt til hliðar við skurðinn sem hún fékk í sumar. Slysóferð nr 1 í ár, spurning hvort þær verði fleiri? 3 spor saumuð á slysó!
Ása Júlía fékk hjálp frá stóra bróður við að “rífa úr” tönn og var það barnatönn nr 2 sem rifin var úr með tilþrifum.
Febrúar byrjaði með frændagisti en systkinin fengu að hafa Hrafn Inga & Sigmar Kára hjá sér yfir nótt við mikla gleði þeirra allra.
Dagnýju tókst að klemma sig illa á annarri rennihurðinni á Previunni og endaði á slysó til að láta líta á fingur, þetta fór betur en leit út fyrir í fyrstu – aðeins vænt mar, sár og mikið blóð en ekki brot eða naglmissir eins og leit út fyrst.
Oliver fór ásamt Ingu ömmu & Skúla afa og Hrafni Inga á tónleika með Ævari vísindamanni & Sinfó í Hörpuna.
Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur komu með sínum vinum Bollum, Saltkjöti & baunum og Grímubúningum & sníki. Krakkarnir skemmtu sér konunglega við að ganga í hús og betla nammi af nágrönnunum sem sett höfðu merkingar í glugga 🙂
Við vorum frekar heppin með veður í febrúar og nýttum það nokkrum sinnum til að fara í Skíðabrekkuna á sleða í sól en skítakulda 🙂
Ása Júlía hélt áfram að “rífa úr sér” tennurnar 🙂
Við hjónakornin skelltum okkur á Árshátíð HH í Gullhömrum þar sem við skemmtum okkur fram eftir kvöldi með vinnufélögum Dagnýjar.
Vetrarfrí í skólunum tók við og kíktu Dagný, Oliver & Ása Júlía meðal annars á vísindasýningu í Smáralindinni og í göngutúr í miðbænum.
Mars – Við fylgdum pabba Iðunnar vinkonu síðustu skrefin í byrjun mánaðarins, KrAlb eins og SVIK kölluðu hann lést 1.mars eftir stutta en harða baráttu við krabbamein.
Sigurborg Ásta fór í fyrsta en ekki síðasta sinn í bíó á sinni ævi, sáum myndina Zootropolis.
Ása Júlía byrjaði í skautaskólanum aka í Hokkí með dansinum. Oliver dró mömmu sína og Magga afa á fótboltamót í Hveragerði í brjáluðu veðri.
20.mars kom loksins að því að við klipptum hárið hennar Sigurborgar, bara smá stytting og lagfæring á toppnum. 😉
Leifur og Ása Júlía mættu niðrí Valhöll í undirbúning páskaeggjaleitar og spreyjaði Ása nokkra tugi eggja í öllum regnbogans litum. Feðginin mættu svo snemma í páskaeggjaleitina sjálfa til þess að fela eggin. Sigurborg var mun áhugasamari í ár en í fyrra að finna þessi litríku egg. Við fórum einnig í páskabingó í Grafarvoginum þar sem Ása & Olli nældu sér í sitthvort eggið.
Brönsh í Álfheimunum á Skírdag strax eftir eggjaleitina.
Við földum eggin frá Ingu ömmu og Skúla afa hérna heima í ár þar sem þau voru stödd í DK hjá Sigurborgu, Tobba og Ingibjörgu. Fórum í göngutúr í Laugardalnum á leið í Birtingaholtið í páskamat.
Peppuð eftir göngutúr á páskadag drifum við okkur og Ásu og Olla upp á Helgafell í Hafnarfirði á annan í páskum. krakkarnir voru rosalega dugleg og vonumst við til þess að geta gert meira af þessu í sumar. Sigurborg Ásta var í Birtingaholtinu á meðan.
Þann 1.apríl flugu Leifur og Gunnar út til Danmerkur og mættu surprice í þrítugsafmæli litu systur! Þetta var smá plott á milli okkar, Gunnars & Evu og Ingu & Skúla og auðvitað Tobba, aumingja afmælisstelpan vissi ekki neitt 😉 Það hefði verið virkilega gaman ef við Eva hefðum getað farið líka en það er ekki hægt að vera allstaðar. Inga náði dásamlegu myndbandi af Sigurborgu þegar Leifur hringdi í hana standandi úti á palli og hún vissi ekki neitt. Þeir bræður áttu skemmtilega helgi með foreldrum sínum og litlu systur + Tobba og Ingibjörgu. Afmælispartý á laugardeginum og bræðurnir brunuðu svo til Köben aftur á mánudeginum og heim til íslands.
Dagný og krakkarnir fóru sömu helgi í Borgarnes í árlega lappaveislu hjá Jónínu og Vífli þann 2.apríl. Þau skelltu sér líka góðan hring í kringum Vífilstaðavatn daginn eftir.
Sigurborg & Ingibjörg eltu strákana heim til Íslands nokkrum dögum síðar, ekki af góðu þó þar sem Sigurborg kom til að vera viðstödd útför kórstjórans síns (Jónsa).
Við fengum loksins boð frá Þroska og Hegðunarstöð í ADHD mat fyrir Ásu Júlíu – endanlegar niðurstöður voru þær að hún er rétt undir viðmiðunarmörkum greiningar ADHD en við fengum nokkur “verkfæri” til þess að hjálpa okkur að vinna með henni í tengslum við skólann.
Dagnýju tókst að fá´útbungun á hryggjarlið í hálsinum og kíkti í nokkra tíma í sjúkraþjálfun til gömlu samstarsfélaganna hjá SRG.
Oliver tók þátt í Lemonmótinu hjá FH aðra helgina í mánuðinum og gekk alveg ágætlega.
Mæðginin skelltu sér í fyrsta hjólatúr ársins um Elliðárdalinn.
Framkvæmdirnar í risinu héldu áfram og loksins hægt að sjá almennilegan mun á rýminu. Þetta er allt að koma!
Ása Júlía tók þátt í nemendasýningu dansskólans og fékk Ingibjörgu frænku sína með í áhorfendaskarann – mikil spenna í gangi yfir því að hún kæmi með.
Sumardaginn fyrsta flugum við hjónin til Rómar í árshátíðarferð með vinnunni hans Leifs og áttum þar yndislega langa helgi með góðu fólki. Mikið labbað, hlegið, myndað og notið út í hið ýtrasta.
Á meðan við vorum úti þá skellti Ása Júlía sér á 1 stk danssýningu með dansskólanum á Íslandsmeistarakeppninni í Samkvæmisdönsum í Laugardalshöllinni. Krakkarnir voru í góðu yfirlæti hjá ömmum og öfum og auðvitað Sigurborgu frænku 😉
Maí hefst ætíð eins í fjölskyldunni – afmæli Olivers! frumburðurinn fagnaði 9 árum þann 2.maí. Afmælisveislan sjálf var haldin hérna heima þann 1.maí.
Við mættum í útgáfupartý í Litlu Prjónabúðinni í tilefni útgáfu prjónabókarinnar “Leikskólaföt” en Eva Mjöll er ein af hönnuðunum í henni og Ása Júlía, Sigmar Kári og Birkir Logi öll að módelast fyrir Evu. Ása Júlía var á yfirsnúningi af spennu yfir þessu öllu saman.
6.flokkur kk hjá ÍR stóð fyrir fótboltamóti á ÍRvellinum fyrsta fimmtudag í maí og gekk það vonum framar þrátt fyrir skítakulda og leiðindarveður (eins og það var búið að vera gott dagana á undan).
Bíltúr á Þingvelli í fyrstu sumarblíðunni, hjólatúr fjölskyldunnar í Elliðárdalnum og sundmót í Keflavík var meðal uppátækja mánaðarins.
Oliver stóð sig vel á mótinu og bætti tímana sína 🙂 Við fengum reyndar að heyra það frá þjálfurunum hans að þær væru ekki fyllilega sáttar við að hann væri ekki að æfa með “réttum getuhópi” en þeir tímar ganga bara ekki upp hjá okkur. Vonandi verður það hægt í haust.
Dagný fylgdi Rikka frænda sínum um miðjan mánuðinn en hann varð bráðkvaddur í lok apríl á ferðalagi með fjölskyldunni sinni.
Oliver, Sölvi, Mikael Leó, Víkingur Viðar, Ýmir Hrafn og Ísar Snær fögnuðu 9árum saman með bekkjarafmæli í Lazertag.
Oliver fór á 2 önnur fótboltamót í mánuðinum, Þróttaramótið í Laugardalnum og Vormót í Egilshöll.
Leifur fór á 3 daga ráðstefnu NGM í Hörpu.
Við enduðum mánuðinn á að aðstoða við vorverkin í Birtingaholtinu og stungum upp kartöflugarðinn og settum niður kartöflur, gulrætur, hnúðkál, rófur og ýmislegt fleira.
Júní – skólanum lauk og námskeið tóku við. Oliver skellti sér á 2 vikna skátanámskeið með Hrafni Inga og Sölva á sama stað og í fyrra. Ása Júlía fór á námskeið í Vinaseli.
Fótboltinn var með vorhressleika en þar var boðið upp á loftbolta, pylsur og svo leiddu strákarnir meistaraflokk inn á völlinn fyrir leik.
Gerðum smá dagamun á afmælisdegi Leifs en þar sem dagurinn hans bar upp á mánudegi í miðri kaos verkefna var það að mestu í formi kvöldmatarins. Dagnýju tókst reyndar að koma honum vel á óvart með því að kaupa á hann jakka sem var mjög lúmskt merktur einum af hans uppáhalds tölvuleikjum og sagan segir að hann hafi fengið nokkur tilboð í jakkann frá meðspilurum þar sem jakkinn er alls ekki áberandi merktur leiknum og vel hægt að nota hann í dagsins önn af virðulegum verkfræðingi 😉
Við fórum í útilegu á Selfoss! eða reyndar var Oliver að keppa á SET mótinu á Selfossi og í stað þess að keyra á milli skelltum við okkur bara á tjaldstæðið ásamt nokkrum öðrum fjölskyldum. Mótið gekk ágætlega og voru ÍRstuðningsmennirnir heiðraðir með verðlaunum fyrir prúðustu stuðningsmennina!
Líkt og restin af þjóðinni fylgdumst við auðvitað með strákunum okkar á EM og sameinuðumst fyrir framan sjónvarpið – Oliver var boðið að fara á Arnarhól á einn leikinn en kaus að vera frekar heima svo hann gæti nú örugglega fylgst með öllu!
Mæðgurnar fóru á Litaland með leikhópnum Lottu í Elliðárdalnum og áttu þar yndislegt síðdegi.
Dagný og Sigurborg Ásta fóru með leikskólanum í vorferð upp á Akranes, fyrst á Langasand í fjörusull og svo í skógræktina í pylsupartý og leik.
Á 17.júní var haldið í hefðina og fóru krakkarnir (núna öll 3!) í Krúserrúntinn með Magga afa og Garðari frænda.
Við eyddum reyndar ekki miklum tíma í bænum í ár, lítil stemning fyrir því.
Leifur fór í steggjun Jóns Geirs vinar síns úr MS og síðar um kvöldið fórum við bæði í útskriftarpartý Guðrúnar Helgu.
Við drifum okkur á kjörstað og völdum okkar efni í nýjan forseta þar sem planið var að fara út fyrir borgarmörkin á kjördag – sem við gerðum. Fyrst í útilegu í Laugaland og svo þegar rigningin tók völdin var tjaldinu pakkað saman og ákveðið var að kíkja í heimsókn í Ossabæ en þar voru SVIK í afslöppun, enduðum á því að eyða nóttinni þar.
Langþráð sumarfrí var tekið í júlí. Leifur og krakkarnir byrjuðu á því að fara í viku í Ossabæ með Ingu ömmu og Skúla afa. Dagný bættist svo í hópinn þegar hennar sumarfrí hófst og eyddum við þar öll saman 2 góðum dögum. Heimsóttum Slakka í dásamlegu veðri og krakkarnir nutu sín þar til hins ýtrasta.
Á föstudagsmorgninum héldum við fjölskyldan svo afstað austur að Eiðum með viðkomu á nokkrum af þessum helstu túristastöðum sem Suðurlandið hefur uppá að bjóða – Seljalandsfoss, Skógarfoss, Jökulsárlón og svo aðalstaðurinn Tjörn 1 hjá Láru Maríu og Óla, frænku Dagnýjar. Þar fengu krakkarnir smjörþefinn af heyskap en Agnar og Sóley (sonur og tengdadóttir) voru í miðju verki þegar okkur bar að garði. Við stoppuðum þó ekki lengi hjá þeim en nógu lengi til að borða kvöldmat og kjafta slatta.
Vorum svo komin í bústaðinn rúmlega 1 og steinrotuðumst öll. Við nýttum tíman vel fyrir austan kíktum niður á flesta firðina, á Steinasafnið hennar Petru, kíktum á Hnitara á Eskifirði og í nýju göngin, krakkarnir veiddu í vatninu (Ása Júlía sinn fyrsta fisk sem við borðuðum um kvöldið við misgóðar undirtektir systkinanna), keyrðum upp á Kárahnjúka, niður í Atlavík. Eftir vikuna héldum við á Siglufjörð með viðkomu við Dettifoss, í Ásbyrgi og á Akureyri. Á Sigló voru Maggi, Elsa og krakkarnir með hús og fengum við að gista þar 1 nótt áður en við héldum heim á leið. Okkur telst til að okkur hafi tekist að keyra í gegnum öll göng á landinu sem búið er að opna í gegn nema á Vestfjörðunum 🙂 9 talsins!
Við hjónin skelltum okkur í útilegu – bara 2 ein – réttarasagt þá var þetta Brúðkaupspartý í Bjálmholti í Landssveitinni, í stað þess að rúnta fram og til baka sama dag hentum við upp tjaldi ásamt fleiri gestum og slökuðum aðeins á i sveitinni. Brúðkaupspartýið var stórskemmtilegt en Jón Geir & Hafrún höfðu hitt fulltrúa sýslumanns nokkrum dögum áður í sveitinni og giftu sig þá en héldu stórskemmtilegt hlöðuball í framhaldinu.
Pallurinn var vel nýttur í góða veðrinu síðari hluta mánaðarins. Krakkarnir fengu Ingibjörgu frænku í heimsókn og sulluðu þau lengi vel í buslulauginni úti á palli á meðan við fullorðnafólkið vorum við það að bráðna úr hita.
Leifur og Gunnar henntu upp 1 stk vinnupalli í stiganum okkar og nýttu tækifærið og brutu á milli hæða! allt að gerast! nokkrum dögum síðar komu “stálmenn” og settu upp stálbita til styrkingar fyrir næstu verkefni.
Á meðan stálmennirnir voru í heimsókn skelltu Dagný og krakkarnir sér í hjólatúr – og það engan smá! hjóluðu samtals 32km! alla leið vestur í bæ og til baka 😉 ferðin tók megnið af deginum. Leifur hjólaði til okkar seinni partinn og hjóluðum við öll saman heim.
Picknick, göngutúr og fyrsti í berjum var í lok mánaðarins í Heiðmörk. Ekkert lítið sem börnin voru ánægð með að finna fyrstu berin 🙂
Síðasta helgi mánaðarins var engin önnur en Verzlunarmannahelgin og ákváðum við að kíkja í bíltúr til vinafólks sem var í bústað í Landssveit. Bíltúrinn breyttist í 2nátta gistingu með tilheyrandi gleði. Heiti potturinn, trampolinið og túnið voru vel nýtt í leiki og gleði hjá börnunum á meðan við þau eldri fylgdumst með þeim og kjöftuðum út í eitt. Ferlega notalegur endir á sumarfríinu okkar.
Ágústmánuður mætti í allri sinni dýrð og færði okkur Ástu frænku og Sam JR í heimsókn. Virkilega gaman að fá þau bæði en í leiðinni hálf skrítið að Linda frænka kæmi ekki líka líkt og undanfarin ár.
Við nældum okkur í fyrstu rabarbara uppskeruna úr garðinum í Birtingaholtinu og nutum þess að fá okkur volga rabarbaraköku og rjóma í framhaldinu.
Dagný fagnaði nýju afmælisári stuttu eftir að sumarfríinu okkar lauk.
Við héldum upp á afmæli Ásu Júlíu fyrri hluta mánaðarins til þess að ná að fá Ingibjörgu og Sigurborgu í gleðina 😉 Ása Júlía var virkilega ánægð með að fá að hafa uppáhalds frænkuna hjá sér í veislunni.
Í lok gleðinnar gerðum við heiðarlega tilraun til þess að ná almennilegum myndum af systkinabörnunum saman við heldur slappan árangur – það er ekkert grín að ná 7 börnum frá tæplega 3 ára upp í 10ára almennilegum á mynd :p
Oliver fékk að gista hjá frændum sínum eftir veisluna og hittumst svo fjölskyldurnar 2 saman í mat í Smáralindinni daginn eftir með gormana 6.
Á leið á fótboltaæfingu tókst Oliver að renna á möl á hjólinu sínu og nota andlitið sem fallvörn… sem betur fer fót það betur en áhorfðist og rispaðist hann aðeins á hökunni.
Berjatínsla var málið í lok mánaðarins, sama hvort það voru rifsber og sólber í Birtingaholti eða krækiber, bláber og hrútaber í berjalöndum í kringum borgina. Tókum góðan slurk í krækiberjatýnslu í Skálafelli og þegar við vorum komin með nóg af berjum þar þá skelltum við okkur upp á Mosfellið á heimleiðinni þar sem við fundum ENN stærri ber og helling af hrútaberjum.
Oliver tók þátt í síðasta fótboltamóti sumarsins í Mosfellsbæ.
Dagný dreif sig í létta göngu með Sirrý vinkonu og gönguhópnum “vesen og vergangur” í kringum Rauðavatn sem var liður í samstarfi Vesenisins og SÍBS.
Við héldum upp á 4 ára brúðkaupsafmæli í lok mánaðarins <3
September mætti með elsku rútínunni! við elskum rútínu! Skóli & leikskólinn kominn á skrið, æfingar og Vinasel. Oliver heldur áfram að æfa sund með Ægi og fótbolta með 6.flokki ÍR. Ása Júlía ákvað að byrja að æfa Fótbolta með 7.fl ÍR þannig að hér er nóg að gera í boltasparki!
Krakkarnir skelltu sér í smá kubbaturnkeppni í Legobúðinni í Smáralind og stóðu sig mjög vel – Ása Júlía var eina stelpan sem tók þátt en Oliver tapaði baráttunni í undanúrslitum (bót í máli að mótherjinn vann keppnina í heild).
Dagný & krakkarnir skelltu sér í léttan göngutúr í Elliðárdalnum þar sem myndavélin var höfð á lofti og markmiðið að ná almennilegum myndum af systkinunum saman… gekk alveg ágætlega.
Leifur vann hörðum höndum uppi á lofti og er farið að sjá heilmikinn mun á loftinu – verkefnið er búið að taka rúmlega 3 ár sem aukastarf með ríflega 100% vinnu. Fyrripart mánaðarins mættu hingað múrbrotsmenn þannig að nú er veggstubburinn í risinu horfinn og búið að opna stigaopið eins og við viljum hafa það. Reyndar kom smá babb í bátinn og fór í stundur rafmagnsleiðsla þegar sagað var í gólfplötuna en því var snarlega reddað með heimsókn frá Hemma pabba Evu vinkonu 🙂 Hann græjaði líka rofann niðri á fyrstu hæðinni og er því loksins hægt að kveikja&slökkva í stiganum niðri!
Dagný og mamma hennar, Jóhanna, skelltu sér á Djöflaeyjuna eitt kvöldið og fylgdust með Arnmundi litla “stráknum þeirra” á sviði.
Ása Júlía & Sigurborg Ásta fengu að fara í stelpudekur til Ingu ömmu & Skúla afa yfir nótt – Ingibjörg frænka var líka með þeim þar sem þær mæðgur höfðu skellt sér í stutta íslandsheimsókn í lok mánaðarins. Við nýttum tækifærið og pöntuðum myndatöku hjá Lárusi Sig ljósmyndara ásamt Gunnari & Evu og hittum við hann í Laugardalnum snemma á sunnudagsmorgni- þetta var allsherjar leyndarmál sem amma og afi máttu sko ekki frétta af 😉
Ása Júlía, Ásta Margrét, Ástrós Hekla, Aníta Sóley, Kristín & Máney Líf héldu saman upp á 7 ára afmælin sín í Krakkahöllinni – endalaus gleði þar við völd.
Við hjónin skelltum okkur á tónleika með Kris Kristofferson í Eldborgarsal Hörpunnar. Tók nokkur af uppáhalds lögum sínum (og Leifs) og áttum við notalega kvöldstund þar undir tónum Kris.
Oliver tók samræmduprófin fyrir 4.bekk í lok mánaðarins og verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þeim. Hann tók sig einnig til ásamt Sölva, Tristani, Alex Breka og nokkrum fleirum og sendu lið í “softballmót ÍR” í lok mánaðarins – bara gaman og skrítnar reglur í þessu handboltamóti.
fyrsti í SKAFI var að morgni 26.sept *dæs*
Október mætti á svæðið með opnu húsi hjá RÚV sem við ákváðum að kíkja á ásamt stórum hluta þjóðarinnar (eða manni fannst það amk). Skelltum okkur í mat í Álfheimum um kvöldið þar sem við rákum þau elstu út úr eldhúsinu og kokkuðum kvöldmat með Sigurborgu fyrir Ingu, Skúla og öll barnabörnin (og auðvitað okkur 3).
Haustferð Hnit var í ár farin að Íshellinum í Langjökli með dinner á Hótel Húsafelli. Þetta var æðisleg upplifun og ágætis matur með hressum hópi fólks.
Krakkarnir fóru með bráðveika bangsa á Bangsaspítalann – brotin horn, trýni ofl eftir byltur fram úr rúmum virtist aðal vandamálið.
Við fórum í bústað í Vaðnesi í vetrarfríinu og áttum þar notalega daga. Þar var heitipotturinn vel nýttur ásamt því að skella sér í nokkra göngutúra þrátt fyrir ekki svo skemmtilegt veður. Í bústaðnum leyndist líka leynigestur í vaskaskápnum við mismikla gleði okkar eldri.. en á meðan leynigesturinn hélt sig þar þá var okkur reyndar sama. SFR fékk fréttir af þessu um leið og við komum heim og gerði viðeigandi ráðstafanir til þess að úthýsa gestinum.
SVIK komu heim frá Sikiley án farangurs og leyndust víst lyklar að bíl og íbúð í því sem ekki skilaði sér. Leifur og Ása Júlía skelltu sér í bíltúr til Reykjavíkur daginn eftir heimkomu þeirra til þess að hjálpa þeim að komast til síns heima 😉 Þau fengu sem betur fer inni þessa nótt á góðum stað – gott að eiga góða vini.
Oliver tók þátt í stigamóti Ægis, fyrsta stigamót vetrarins, gekk það vel, nýskráning tíma í þeim sundum.
Í haust hefur myndast góður vinskapur á milli Ásu Júlíu og Hrafnhildar Steinunnar frænku hennar sem er nýbyrjuð í 1.bekk. (HS er dóttir Guðbjargar Birnu dóttir Jóns móðurbróður Dagnýjar) og bauð Hrafnhildur Ásu með sér heim eftir Vinasel í lok mánaðar við mikla gleði þeirrar síðar nefndu.
Ása Júlía & Oliver enduðu mánuðinn á að skella sér í hrekkjavökupartý til Hrafns Inga.
Fyrstu helgina í Nóvember fór Dagný með æskuvinkonunum í sumarbústað í Húsafelli yfir helgi. Áttu þær þar ósköp notalega helgi fjarri skarkalanum í höfuðborginni – ekki ólíklegt að þessu verði hrint í framkvæmd árlega!
Inga amma og Skúli afi buðu afkomendum og viðhengjum í mat í tilefni 45 ára brúðkaupsafmælis síns.
Annska kom til landsins og blásið var til hittings meðal GAfélaganna heima hjá Axel & Sellu.
Loftið er komið með afmarkaða veggi og hurðarop! næstum hægt að skella upp stiganum 🙂 Leifur er búinn að vera súper duglegur í haust og má vera virkilega stoltur af sinni vinnu.
Mæðgurnar 3 fengu Jóhönnu ömmu til þess að hjálpa sér að búa til kleinur eina helgi í nóvember, Ása Júlía var búin að margbiðja um að fá að gera þetta aftur því það hafi verið svo gaman síðast þannig að nú var drifið í þessu. Ása stjórnaði mæðgunum með harðri hendi og höfðu þær eldri vart undan snúningsmeistara Ásu. Jóhanna amma sá um að fletja út og skera, Ása snéri og Dagný steikti – Sigurborg snéri nokkrum en afi var að bralla eitthvað sem var meira spennandi 😉
Oliver náði sér í alræmda gubbupest og missti af sundmóti – (C-mót). Hann var hinsvegar orðinn nógu hress til þess að taka þátt í Lemonmóti HK í fótbolta næsta dag þannig að þetta varð ekki svoslæm pest.
Ása Júlía tók sig til og klippti á sig topp og það með naglaklippum af öllum verkfærum við takmarkaða gleði foreldranna. Leifur náði að fá tíma fyrir hana næsta dag og útkoman var fín – Ása alsæl með almennilegan topp og styttra hár. Þetta fer henni mjög vel og hún fullorðnast heilmikið við þessa breytingu.
3 ára afmæli Sigurborgar Ástu var haldið 3ju helgina í nóvember með pompi og prakt og 1stk Hello Kitty köku.
Þegar við komum heim úr vinnu eitt síðdegið komum við heim að myrkvuðu húsi, öll lengjan var úti! sem og nokkur önnur hús í grendinni. Við töluðum við nágrannana og í ljós kom að rafmagnið hefði farið af um kl 3 og Þorgils á nr 44 hefði rétt náð inn í þjónustuver orkuveitunnar rétt fyrir lokun þess. Menn á vegum Veitna þræddu hverfið í leit að bilunni sem reyndist svo vera beint fyrir utan hjá okkur! ekki okkur að kenna samt! Rafmagnið kom ekki inn fyrr en um 10 leitið eða 7klst frá því að það fór.
Mæðgurnar skelltu sér á tendrun jólatrésins í Kringlunni. Þar endaði Ása Júlía uppi á sviði að dansa við jólasveininn! ekki fannst henni það leiðinlegt.
Mánuðurinn endaði með því að Oliver keppti á Málmtæknimóti í sundi, Leifur hjálpaði Iðunni og Sverri að flytja út úr Hjallabrautinni og skellti sér svo í jólaboð hjá Hauki á fyrsta degi aðventu.
Við fengum fyrirframjólagjöf frá Ingu ömmu og Skúla afa, Inga amma hafði saumað jóladagatal handa okkur – eða réttara sagt 1 handa hverri fjölskyldu þannig að hún saumaði 3 gullfalleg jóladagatöl !
Dagný vafði aðventukransinn sem og hurðakrans að vanda.
Desember – Foreldrakaffi var í Vinaseli í byrjun mánaðar og tók Vinaselskórinn nokkur lög, Ása Júlía var þar á meðal. Næsta dag var svo piparkökumálun í bekknum hennar Ásu og hafði bekkurinn æft skólasönginn og söng fyrir alla gesti svona líka ljómandi vel.
Við hjónin fórum á jólahlaðborð með HNIT að hótel Grímsborgum – ljómandi matur og yndislegur félagsskapur að vanda 🙂
Dagný og krakkarnir fóru með Jóhönnu ömmu og Magga afa austur í Sólheima í Grímsnesi með Lionsklúbbnum hans Magga afa. Áttu þar skemmtilegan dag á nýjum slóðum.
Leifur gerði heiðarlega tilraun til þess að skreyta vinnupallinn í stiganum við ekki svo mikinn fögnuð Dagnýjar… úr varð að hluti pallsins var rifinn enda notagildið hans farið 😉 – allt að gerast!
Ása Júlía tók þátt í fyrsta fótboltamóti vetrarins í Egilshöllinni. Þar var hápunktur mótsins þegar jóli skellti sér í lið ÍRinganna og skoraði mark!
Eftir mótið drifum við í því að kaupa jólatré fjölskyldunnar 🙂 Við enduðum daginn svo á rölti niður laugarveginn þar sem við sáum Jólavætti á flakki og Coka Colalestina.
Við fengum systkinabörnin í heimsókn í piparkökugerð og málun – einnig mætti Bjúgnakrækir á svæðið við mikla gleði yngstu kynslóðarinnar 😉
Jólaboðið á Aflagrandanum með Tangagötuafkomendum og Laufabrauðsskurður Álfanna rann saman í eitt líkt og undanfarin ár. Í ár var skorið í Álfheimunum.
Við vorum með allan systkinabarnahópinn hjá okkur aðfararnótt 17.des – mikil gleði í gangi og kjaftað fram á kvöld.
Þorláksmessurölt í miðbænum a þorlák í leit að nokkrum jólavættum og afhending síðustu jólapakkanna.
Fjölskyldan átti yndisleg jól með Jóhönnu ömmu og Magga afa í K48. Áttum svo skypesamtal við Ingu ömmu og Skúla afa á meðan þau opnuðu jólagjöfina frá Álfunum sínum. Myndatakan frá í september endaði í blurbbók, útprentaði yndislegri knúsmynd, memory spili og fallegu jólamerkispjaldi. yndislegt að fá að fylgjast með þegar gjöfin var opnuð – maður getur ekki annað en verið sáttur við tæknina!
Jóladagur í Álfheimum og annar í jólum í Birtingaholti með fólkinu okkar.
Við fengum yndislega gesti til okkar á milli jóla og nýárs í spjall og Leifur skellti sér á árlegt spilakvöld vinahóps Ingu og Skúla og svo á hitting með systkinum sínum og mökum.
Við nýttum þennan blíðviðris síðasta dag ársins í skíðabrekkunni hérna í Breiðholtinu með sleðaferðum og gleði. Kvöldinu verður eytt í Álfheimunum þar sem við munum sprengja 2016 i burtu og njóta minninganna sem það skildi eftir.
Gleðilegt ár öll sömul og takk fyrir yndislegt ár sem senn er á enda.