Við fórum með frændsystkinin í myndatöku til hans Lárusar Sig í septemberlok. Nýttum tækifærið þegar Sigurborg & Ingibjörg komu í stutta ferð heim 🙂
Mikið leynimakk og pukur var í kringum þessa myndatöku enda var endapunkturinn sá að við skyldum nýta þessar myndir sem jólagjöf til ömmu & afa barnanna 🙂
Við enduðum á að gefa þeim ljósmyndabók sem ég skellti saman á blurb með léttum setningum frá krökkunum sem tengdust ömmu og afa sem og ýmsum orðum sem við og krakkarnir tengdum þeim. Einnig var í pakkanum útprentuð hópmynd af krökkunum í ramma sem og “memory” spil með myndum 😀 merkispjaldið og spilið pantaði ég af Shutterfly
Við erum öll í skýjunum með þennan pakka og flest okkar nýttu myndatökuna aðeins meira þar sem Lalli smellti nokkrum myndum af okkur fjölskyldunni saman sem fóru í jólakortaflóðið og einnig prentuðum við út myndir fyrir mömmu og pabba í jólagjöf.
Sigurborg skellti sér í H&M fyrir okkur og keypti eins peysur á strákana, bræðurnir voru í sitthvorum litnum en Olli & Hrafn Ingi í eins peysum. Stelpurnar voru allar í eins skyrtukjólum og leggings og svo í peysum sem ég prjónaði á þær, allar eftir sömu uppskrift en engin nákvæmlega eins þó 🙂