Við skelltum okkur í göngutúr niður í bæ fyrr í kvöld. Aðeins að kanna hvort við fyndum ekki hinn eina sanna Þorláksmessustemmara… Skítakuldi og allir með rautt nef 😉
Fólkið var vel dúðað og fannst krökkunum það alger snilld að rekast á Gilitrutt og Úlfinn úr Rauðhettu á sveimi á Laugaveginum… Sömuleiðis Hurðaskelli fyrir utan Apótekið í Ingólfsstræti og aftur þau Leiðindaskjóðu og Kattarvala á bakaleiðinni upp Laugaveginn.
Lítið var samt um að rekast á gamla kunningja eða ættingja & vini – etv var barnafólkið full snemma á ferðinni :p
En Mikið var vinsælt að fá heitt kakó, brauð og smákökur þegar við komum heim 😉