Allt frá því að Skottuborg fæddist höfum við haldið Aðfangadag hérna heima í K48. Foreldrar mínir koma til okkar og við njótum þess að vera til og borða góðan mat 🙂
Hefðirnar sem Leifur vill halda í eru fleiri en þær sem ég hef þannig að etv má segja að þau séu svolítið í anda hans fjölskyldu. Sbr ÍsINN sem hann býr til eftir uppskrift frá ömmu sinni og kertaljósin á jólatréinu 🙂
Notalegt er það sem ég vil og þannig er það yfirleitt hjá okkur. Við erum auðvitað með 3 unga sem eru að springa úr spennu yfir þessu öllu saman þannig að þar er stundum hasar 🙂
Í ár var Sigurborg ekki minna spennt en þau eldri enda komin með smá vit 🙂
Hún m.a.s. leitaði vel eftir pökkum eftir að sá síðasti hafði verið tekinn upp til að ath hvort þeir hefðu ekki örugglega allir verið teknir upp 🙂
Við tókum léttan skype hitting þegar Inga og Skúli tóku upp jólagjöfina frá öllum barnabörnunum sem var yndislegt að fá að fylgjast með.
Á Jóladag héldum við í okkar hefð sem er að vera með léttan brönsh með nýbökuðum brauðbollum, eggjum, beikoni og hverju sem hugurinn girnist þá stundina. Seinnipartinn er svo haldið yfir í Álfheimana í spilerí og hangikjöt ásamt systkinum Leifs og fjölskyldum þeirra.
Annar í jólum var enn rólegri – lego átti hug barnanna líkt og undanfarin ár og héldum við yfir í Birtingaholtið seinnipartinn í mat.
Yndisleg jólahelgi liðin og ekkert sem ég hefði viljað breyta <3
Gleðileg jól