Ég dreif mig loksins í að prufa að gera svona brenndar möndlur.
Fékk einhverntíma uppskrift sem ég átti alltaf eftir að prófa en fannst hálf skrítið að ekki er ögn af kanil í henni og mér finnst ilmurinn af þessum brenndu möndlum sem eru seldar á götum úti vera alltaf með svo ríkjandi kanil þannig að ég ákvað að leita uppi aðrar, danskar uppskriftir.
Þessi sem ég endaði á er mjög góð og ég á eftir að henda henni inn á uppskriftasíðuna við tækifæri.
Við kláruðum amk einfaldan skammt annsi hratt 🙂