Ég er búin að vera að vera að berjast við símann minn núna síðustu vikur, minn ástkæri sími er loksins búinn að tilkynna mér það að hann vilji ekkert með mig hafa lengur og neitar að hlaða sig nema mér takist að plata hann til þess 🙁
ég er búin að vera að skoða síma á heimasíðu símans og eins og er þá koma 2 símar til greina.. þessi sony ericsson sem er á massívutilboði og varla hægt að hafna og svo Nokia 3100 sem mér finnst virka voðalega sætur á mynd… spurning hvernig hann er “í eigin persónu”
þeir eru frekar sambærilegir á þeim skilyrðum sem ég set..
triband,
takkaröðin bein (venjuleg)
og æji margt fleira sem ég er “pikkí” á 😉
plúsinn er sá að Sony Ericsson síminn er bara á 10þ Nokia er á 13þ(læstur)
Ég kem til með að þurfa að kaupa mér nýjan handfrj. fyrir Sony Ericsson en ekki Nokia
blöh!!!
ég er að spá í að fara í labbitúr niður í bæ og skoða þá báða aðeins :o)