Lionsklúbburinn hans pabba fer austur á Sólheima fyrsta sunnudag í desember ár hvert.
Í ár buðu þau okkur með.
Við hittumst í Lágmúlanum og fórum austur í rútu sem krökkunum fannst svakalega mikið sport. Heimsóknin hófst á hádegisverði með íbúum Sólheima. Fyrstaflokks hangikjötsveisla með öllu tilheyrandi.
Eftir hádegisverðinn fórum við niður að Ægisbúð (húsnæði sem klúbburinn gaf fyrir mörgum árum) þar sem lyfta var formlega vígð en þessi lyfta er hjólastólavæn 🙂
Þaðan fórum við á skemmtun í íþróttahúsinu þar sem nokkrir góðir listamenn komu fram, Ómar Ragnarsson sá um söngatriði og smá skemmtun, Bergþór Pálsson var með hugvekju og svo var einnig samsöngur.
Ása Júlía tók atriði Ómars með trompi enda söng hann m.a. lög af plötunni Gáttaþefur sem hún hefur hlustað mikið á undanfarin ár. Ómar var með myndatökumenn með sér og stóðust þeir ekki að taka Ásu í mynd þar sem hún lifði sig svo inn í “Sveinninn Jóla” og söng og dansaði eins og hún væri ein í heiminum 😉
Eftir að allir fengu afhent smá jólagjöf og þar á meðal Sólheimar (nýtt Boccia sett) var haldið niður á kaffihúsið þeirra þar sem fólk gæddi sér á vöfflum og kakói eða kaffi. Við mamma & Sigurborg Ásta kíktum í búðina þeirra en pabbi fór með Oliver & Ásu í “legohúsið” sem var þarna skammt frá og þar fannst Oliver mikið koma til kubbarans enda er sá lamaður alveg öðru megin (eða amk með óstarfhæfa hönd eftir heilablóðfall) og setur því öll settin saman einhenntur.
Takk fyrir okkur elsku pabbi & mamma