rosalega dugleg stúlka hér á ferð!!!
ÉG fór semsagt aftur út í garð eftir vinnu í dag og fór að tína, tíndi alveg slatta af berjum 😀
rosalega sátt við sjálfa mig tíndi alveg hellings helling af Sólberjum, erum nefnilega að reyna að taka sem mest af þeim runna því að það þarf að klippa af honum svo að hægt sé að labba almennilega út í kartöflugarð :o)
Tíndi reyndar líka alveg þónokkuð magn af rifsberjum en hérna þau fóru allt aðra leið en sólberin *flaut*
þegar ég kom inn var ég þvílíkt snúin og asnaleg í bakinu, enda er maður í FÁRÁNLEGUM stellingum við að reyna að komast að þessum blessuðu berjum inn á milli í greinunum. skellti mér í sturtu til að reyna að mýkja upp vöðvana, neinei fæ ég ekki þessa þvílíku sársaukapílur í fingurna þegar ég fæ heitt vatnið á fingurna. Svona sama tilfinning og þegar maður er búin að vera lengi úti í frosti og kólnar rosalega niður… bjakk ekki góð tilfinning.