Á kjördag er oft ýmislegt að gera… ég og krakkarnir nýttum daginn í að kaupa afmælisgjafir fyrir væntanleg afmæli, kaupa dót til þess að fullkomna búninga fyrir hrekkjavökupartý komandi viku og síðast en ekki síst þá fórum við í Kringluna til þess að hlusta á Ævar Vísindamann lesa upp úr nýjustu bókinni sinni, “þín eigin hrollvekja” sem sló algjörlega í gegn hjá Ásu og Olla – hinar hafa nú þegar verið MARGlesnar þannig að þessi var fljót að rata á jólagjafalistann hjá Olla.
Við hittum Arnar Gauta & Hrönn á upplestrinum og fengum smá tips um bækur sem AG hefur líkað að lesa undanfarin ár… Olli er pínu fastur hvað varðar bókaval (er núna að lesa um 30 staðreyndir um HITLER, já hann hefur áður komið heim með bók um þann karlfausk).
Hittum svo Leif og þá lá leiðin auðvitað aðeins á einn stað, í Ölduselsskóla að skila inn atkvæðunum okkar!
Aldrei þessu vant var Leifur heima um kvöldið og fylgdist með tölunum bara heima í stofu… óvenju lítið um að vera í kringum hann og hans hóp fyrir þessar kosningar.