gærdagurinn einkenndist algerlega af berjatínslu…
Ég skellti mér út í rifsberjarunnann rúmlega 1 og hékk þar inní til rúmlega 4. Án gríns þá týndist ég inn í runnanum *hah* svo þegar ég lokaði augunum í gærkveldi þá sá ég ekkert annað en rifsberjaklasa *blöh*
Ég var spurð af nágrannastelpu hvort ég ætlaði að tína ÖLL berin og það með verulegri áherslu á ÖLL.
hmm Ég var reyndar ekki að tína með neinu markmiði, þetta er bara nokkuð sem þarf að gera ef það á að nýta berin en ekki láta þau bara skemmast á trjánum. Sama gildir um sólberin. Mamma er föst í að hanga utan á húsinu og mála þannig að ég tók þetta bara að mér.
Er bara komin með svo hrikalega mikla leið á því að tína sólber því að þau eru einhvernvegin meira svona INN á milli og maður þarf að fetta sig og bretta til þess að komast að þeim. Gæti náttla verið góð ástæða fyrir því að maður þarf sennilegast að fetta sig og bretta eilítið meira við sólberjarunnan heima þar sem næsti runni er stikkilsberjarunni og hann er með RISA þyrnum og já… ég er ss með götóttar rasskinnar og læri eftir föstudags & laugardags tínslu á sólberjum!
Uppskera gærdagsins var semsagt 2 ca 1/2 innkaupapokar. Ég þorði ekki að setja meira í þá því að þá eru bara meiri likur á því að þau kremjist.
Einnig eru út í skúr 2 innkaupapokar með aðeins minna í hvorum af sólberjum…
OG það besta er að enn er hellingur eftir af sólberjum og ca 1/4 eftir af rifsi á trjánum!!! Við höfum ekkert snert á stikkilsberjunum ENNÞÁ